Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, nóvember 24, 2008
 
Orð gærdagsins hjá yngsta meðlimi fjölskyldunnar:
"Þegar Auja mamma er dauð þá kan hún ekki labba. Þegar ég er dáin þá kan ég ekki labba. Þegar Emelía mamma er dáin þá kan hún ekki labba."
Við vitum ekki alveg hvers vegna þessar hugsanir vöknuðu en aðspurð sagði hún að ég hafi sagt sér þetta (sem ég kannast nú ekkert við).


Og um helgina sagði Anna Eir eftirfarandi þegar hún vildi ekki borða kvöldmatinn sinn:
"Ég kan ekki borða þetta, ég er með ofnæmi."
Mæður hennar féllu að sjálfsögðu ekki fyrir þessu enda voru engin egg í matnum.


Það er kominn alveg heljarinnar vetur hjá okkur, þykkt lag af snjó síðan á aðfararnótt laugardagsins og bætist við á hverjum degi.
Eins og við sögðum ykkur örugglega frá fyrir hálfu ári þá gerðumst við sænskir ríkisborgarar. Þessa ákvörðun tókum við áður en ástandið á Íslandi var alkunna (og einungis vegna þess að við gátum haldið íslenska ríkisborgararéttinum samhliða) og sjáum að sjálfsögðu ekki eftir því núna. Í seinustu viku fengum við svo sænsku passana okkar og ættum því að geta ferðast óhindrað um heiminn án þess að vera grunaðar um að vera hryðjuverkamenn. Það er kannski ekki verra að geta sagst vera Svíi þegar það hentar.
Er búin að setja inn nokkrar nýjar myndir af Önnu Eir og úr útskriftarveislu doktorsins.


 
Meira um Svía og Kreppuna á Íslandi. Þetta var í grínþætti í útvarpinu áðan:

kvenrödd: En ísland, tölum aðeins um ísland. Heldurðu að ástandið verði eins og í argentínu þar sem fólk fór algjörlega út í vöruskipti?
Karlrödd: Hvað meinarðu? Íslendingar áttu bara banka og fisk, nú eiga þeir bara fisk. Á hverju ættu þeir að skipta? Fiskur fyrir fisk.
Kvenrödd: þeir eiga nú íslenska hesta
karlrödd: og hvað ættu þeir að gera við þá? Vera með á ólympíuleikunum, 'góðir gestir, nú verða allar hindranirnar lækkaðar því Íslendingar ætla að keppa'

og svo framvegis. Talandi um að sparka í liggjandi frænda sinn...


 
Var að lesa kreppufréttir frá Íslandi m.a. um FL-group og Glitni og fannst áhugavert að upplýsa ykkur um hliðstætt dæmi frá svíþjóð. Í síðustu viku var bankaleyfi Carnegie bankans hér afturkallað því þeir höfðu lánað einkaaðila 1.3 milljarð SEK án tryggingar. Ef eftirlit með fjármálastofnunum á íslandi hefði virkað eins og hér í Svíþjóð hefði Glitnir misst sitt leyfi strax í fyrra þegar eigendurnir fengu lán hjá sjálfum sér án tryggingar. Hver veit hvað þá hefði komið í ljós varðandi Glitni og jafnvel hina bankana?