Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, desember 04, 2008
Af einhverjum ástæðum finnst mér óhlýðni borgara eða mótmæli vera göfugur gjörningur. Það er kannski því að ég fór í keflavíkurgöngur oþh á mótunarárunum (2-10 ára). Það er rétt að mótmæla. Samt fór ég á mínum fáu fullorðinsárum á Íslandi bara tvisvar og hálfu sinni og mótmælti. Hálfa skiptið voru mótmæli gegn áfengiseinkasölunni á Íslandi sem skipulögð voru af (ég skammast mín) heimdalli og snérist um þrjá vatnsgreidda verslinga sem höfðu keypt kippu af bjór og seldu hana á Ingólfstorgi. Það var á þeim tíma sem Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson voru með morgunþætti á X-inu og sáu allt út um gluggann hjá sér í gamla morgunblaðshúsinu. Ég flýtti mér úr HÍ og niður á Ingólfstorg til að mótmæla, þó það væru heimdollurollurnar en þegar ég kom þangað var löggan að reka sölumenninna í burtu og búin að gera bjórin upptækan. Jón Gnarr var líka mættur út og lýsti mér sem ógæfukonu í beinni þar sem ég var nú líklega eini væntanlegi viðskiptavinurinn. En mánuðum áður en þetta gerðist mætti ég með mínum fv. á alvörumótmæli á Ingólfstorgi. Þau snérust um viðskiptabann bandaríkjamanna á Kúbu, við höfðum æft okkur að hrópa Kúbasíjankínó og svoleiðis. Það mættu ca. 50 manns til að mótmæla, 35-40 óhlýðnir borgarar og 10 eða 15 löggur. Löggurnar voru samt ekkert að mótmæla, þær voru í viðbragðsstöðu ef afturhaldskommarnir skyldu nú fara að beita ofbeldi(?). Allavega, það voru nokkrar ræður sem byrjuðu klukkan 18, m.a. Steingrímur J en við heyrðum nánast ekki neitt því það var verið að þrífa gamla morgunblaðshúsið með háþrýstidælu að utan. Sammótmælendur mínir, sem höfðu fengið mótmælaleyfið, voru pirraðir og kenndu löggunni um hávaðan, en smáborgarinn í mér sem ekki er mjög óhlýðinn, hugsað "en vandræðalega illa skipulagt". Þegar ræðurnar voru búnar fórum við í mótmælagöngu að bandaríska sendiráðinu við Laufásveg, einhverjrir voru með spjöld, þetta var sko alvöru, og við hrópuðum kúbasíjankínó, löggurnar eltu. Við bandaríska sendiráðið hringdi einhver hugrakkur bjöllunni, mig minnir til að afhenda mótmælaskjal, og við æptum kúbasíjankínó eins hátt og við gátum. Ef einhver var inni í sendiráðinu heyrði viðkomandi ekki í okkur því ákkurat á þessum tímapunkti þurfti náttúrulega að þrífa bandaríska sendiráðið að utan með háþrýstidælu. Einum óhlýðnum borgara fannst þessi aðför að rétti hans til að mótmæla friðsamlega svo ósvífinn að hann slökkti á háþrýstidælunni og stal lyklinum. Var í kjölfarið handtekinn og keyrður burt af löggunni. Mótmælin leystust upp. Þannig var lýðræðið í þá daga. Hin mótmælin sem ég man eftir að hafa mætt á á Íslandi voru þegar öðrum mótmælendum, gulum, var þvingað inn í íþróttahús út á landi því ráðamaður frá Kína í opinberri heimsókn á Íslandi krafðist þess. Það mættu miklu fleiri á þessi mótmæli, en enginn æpti falunggongsikinano og það voru ekki mörg mótmælaspjöld. Fólk brosti hálfvandræðalega til hvers annars, svona afsakandi, eins og það vissi ekki hvernig það ætti að vera, kynni ekki alveg að vera ósammála "sterku leiðtogunum" sínum. Löggan mætti líka á staðinn þarna en hlutfallið löggur:mótmælendur var mun lægra. Enginn stemning en engar háþrýstidælur heldur. Afturhaldskommatittirnir líka í miklum minnihluta. Ég vona að ef svo illa hefði viljað til að ég hefði flutt til íslands í ár eða á síðasta ári eins og hefði getað gerst, að ég mætti á mótmæli, helst á hverjum laugardegi, jafvel oftar. En kannski hefði ég lömuð fylgst með því hvernig okurlánið á geðsýkislegu vöxtunum sem ég tók til að kaupa allt of hátt verðlagða íbúð, hækkaði og hækkaði með hjálp verðtryggingarinnar á meðan virði íbúðarinnar lækkaði og lækkaði. Bara setið heima, ekki getað gert neitt. En vonandi hefði ég mætt við alþingishúsið amk einu sinni með spjald sem á stæði: "Verðtrygginguna burt". miðvikudagur, desember 03, 2008
Ég ætla að deila með ykkur stórkostlegu húsráði. Það má vel vera að þið hafið heyrt þetta áður, ég læt samt vaða. Önnu Eir tókst að klína tyggjói í nýju flauelsbuxurnar sínar um daginn. Ég reyndi húsráðið að frysta buxurnar og síðan mylja tyggjóið úr en tyggjóið varð aldrei nógu hart svo að þetta gengi. Ég setti meira að segja buxurnar í -80°C frysti í vinnunni en samt gékk ekki að mylja tyggjóið úr. Þá prófaði ég húsráðið hennar Hlínar vinkonu, setti olíu á tyggjóklessuna og nuddaði með svampi. Og viti menn, þetta svínvirkaði. Ég gat þá líka náð tyggjóklessunni úr nýja jólasokknum hennar Auðar og baðmottunni okkar en Anna Eir missti tyggjóið sitt á baðmottuna sem Auður steig síðan á. Þá vitið þið það. Það var sett kossabann á mig alla seinustu viku. Anna Eir neitaði að kyssa mig góða nótt og sagði alltaf: "du er með svo blautan koss, mamma". Á meðan Auður fékk alvöru kossa þá fékk ég bara fingurkossa. Eftir að ég hafði sýnt fram á betrun í þessum málum (þurrkaði mér alltaf um munninn áður en ég átti að kyssa hana og lofaði að þetta væri þurr koss) þá var ég aftur í náðinni :) Setti inn nokkrar myndir af Önnu Eir. Jóladagatalið er ævafornt, en Auður fékk það frá ömmu sinni í Sandvík þegar hún var lítil stúlka. mánudagur, desember 01, 2008
Var að lesa fréttirnar á Íslandi. Hvernig í veröldinni getur sjálfstæðisflokkurinn verið með 21% fylgi? Var verið að hringja upp úr símaskránni í farsímanum hans Dabba? 21% þýðir nefnilega 46487,3 íslendingur styður ennþá sjálfstæðisflokkinn. Flokkinn sem er búin að ráða öllu í 20 ár og er þar með ábyrgur fyrir því sem gerist núna. Það vantaði að minnsta kosti ekki sjálfshólið þegar vel gekk. ”Ég vissi ekkert” er alveg jafnglæpsamlegt þegar maður á að vera að stjórna landi, og það er líka ljótt að ljúga. Eina útskýringin sem ég sé á þessari undarlegu niðurstöðu skoðanakönnunnarinnar er að aðrir valmöguleikar eru kannski ekkert mikið skárri. En samt. 46 þúsund manns sem enn styðja klíkukóngana, það er mjög erfitt að trúa því. Ég segi nú bara sjálfstæðisflokkinn undir fimm prósentin, þessi regla er einmitt til fyrir svona tilvik. |