Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, september 22, 2009
 
Jaeja, eins og vel tengdir lesendur hafa vafalaust frett tha erum vid fjolskyldan a leidinni heim i efnahagshrunid. Adalastaedan er ad fullnyta kosningarett okkar thar sem 25% islendinga vidast vera bunir ad missa sjon, heyrn, fattara og sjalfsvirdingu og aetla ad halda afram ad kjosa flokkinn sem rustadi landinu. Og svo er eg buin ad fa rosa fina vinnu. Komum i november, aetlum ad bua i nordlingaholtinu. Velkomin i heimsokn!


fimmtudagur, september 03, 2009
 
Ég gleymdi að nefna eitt aðalatriðanna í vikunni. Anna Eir þurfti að fara á sjúkrahús. Á sunnudaginn meiddi hún sig nefnilega í hægri fætinum þegar hún var að hoppa úr ca. eins metra hæð niður af forljótri styttu hérna á grasblettinum okkar. Það kom síðan í ljós að hún var með sprungu í einu beininu. Litla skinnið haltrar því smá núna en getur vel gengið og leikið sér.


miðvikudagur, september 02, 2009
 
Eins og Auður bloggaði um seinast þá giftum við okkur um daginn; nánar tiltekið 13. ágúst, aftur. Við fórum ásamt Önnu Kristínu (vottur) og stelpunum til bæjarstarfsmanns Sundbyberg kommúnu, sem gaf okkur saman. Þangað mættu Halla saumaklúbbskona sem vottur og Robert maðurinn hennar sem ljósmyndari. Giftingin fór fram í litlu, mjög kósí herbergi og eftirá fórum við uppástrílaðar í Mörby centrum og fengum okkur að borða; við vorum nefnilega með lánsbíl og ætluðum að nýta hann í botn.
Við vorum síðan búnar að boða slatta af fólki í picnic í garðinum í Ulriksdalshöll kl. 17 og ætluðum við að standa fyrir picnic veitingum. Uppúr kl. 16 byrjaði að rigna án afláts. Við neyddumst því til að hringja í ofboði í alla og beina þeim heim til okkar í 63 fm íbúðina. Hérna skáluðum við í freyðivíni, borðuðum grillaðar SS pylsur, laxasamlokur og osta/skinkusamlokur ásamt einhverjum berjum ásamt smá eftirrétti. Okkur áskotnuðust fjölmargar freyðivínsflöskur og rauðvín, ásamt olíulukt og innrammaðri mynd úr giftingunni, þrátt fyrir að við höfðum sagt fólki að koma tómhent. En við þökkum ákaflega vel fyrir allar gjafirnar, besta gjöfin var samt að fá ykkur öll heim til okkar að gleðjast með okkur. Veislan hefði ekki gengið svona greiðlega ef Anna Kristín hefði ekki verið gengilbeina hjá okkur, hún stóð sig svo vel að við gátum bara gengið um og spjallað við gestina allan tímann.

Það er annars ýmislegt annað að frétta af stelpunum okkar. Anna Eir lærði loksins að hjóla í seinustu viku. Áður fyrr hafði hún getað stigið pedalana en ekki stýrt en núna getur hún bæði samtímis. Hún hjólar því stundum í leikskólann og búðina. Í gær lærði hún svo að róla svo maður þarf ekki að ýta henni. Og í morgun sýndi hún mér að hún kynni að hnýta hnú og ég hef ekki hugmynd um hvar hún lærði það. Henni hefur svo sem getað dottið það í hug sjálfri því undrabarninu okkar tókst að leysa eina af gestaþrautunum okkar á 30 sekúndum sem tók mig marga daga að leysa.
Svo byrjaði Anna Eir á alvöru sundnámskeiði á sunnudaginn, ekki bara busl í gangi heldur alvöru sundtök.

Maggý er líka á sundnámskeiði og finnst ægilega gaman. Hún verður ábyggilega álíka mikill selur og stóra systir. Maggý er alltaf sami engillinn, sefur vanalega alla nóttina og borðar eins og hestur. Stóra systir er sko átrúnaðargoðið hennar, langfyndnust í heimi. Maggý situr sjálf á gólfinu og leikur sér en dettur af og til :) Í dag var hún að myndast við að fara upp á hnén svo það eru spennandi dagar framundan.

Svo hefur bæst við fullt af börnum. Magga Steina og Haddi eignuðust strákan sína tvo 27. ágúst. Til hamingju öll sömul. Og Ingimundur og Elísabet eignuðust sinn strák um miðjan ágúst. Til hamingju sömuleiðis.

Kíkið endilega á myndir úr brúðkaupinu og fleira.