Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, september 03, 2009
 
Ég gleymdi að nefna eitt aðalatriðanna í vikunni. Anna Eir þurfti að fara á sjúkrahús. Á sunnudaginn meiddi hún sig nefnilega í hægri fætinum þegar hún var að hoppa úr ca. eins metra hæð niður af forljótri styttu hérna á grasblettinum okkar. Það kom síðan í ljós að hún var með sprungu í einu beininu. Litla skinnið haltrar því smá núna en getur vel gengið og leikið sér.