Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, janúar 15, 2009
 
jæja, lesendur eru enn farnir að kvarta þannig að nú kemur smá fréttaupdate frá okkur. Við erum búnar að breyta heilmikið i íbúðinni, færa borðstofuborðið og setja upp alla ikeaskápana. Tölvan okkar er nuna inni í stofu og svefnherbergið okkar Emelíu er núna SVEFNherbergi, ekki svefnherbergi/tölvuherbergi/matarbúr/ruslakompa eins og áður.

Ég á eftir 2 vikur í gömlu vinnunni minni, hætti þar eftir sex ára strit. Er enn að gera tilraunir fyrir greinina sem ég ætla að klára áður en ég hætti og er byrjuð á nýju verkefni. Veruleikafirringin er algjör...

Emelía er algjörlega kasólétt núna og gengur frekar hægt að hreyfa sig. Hún harðneitar samt að fara í frí þó það taki hana einn og hálfan tíma að rölta sér í hverfisbúðina okkar. Við sjáum til hvað hún endist lengi. Áætluð koma Unga litla er 1. febrúar, það er alveg tilvalið fyrir ykkur að skilja eftir komment hérna og giska á nafn. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir rétt svör; gisting fyrir tvo í Stokkhólmi 2009 eða 2010.

Við Anna Eir erum búnar að skrá okkur aftur á dansnámskeið, það sama og í fyrra. Þá hélt ég á henni allan tímann og hoppaði með hana í fanginu 10 skipti af 12, hún harðneitaði að dansa, þannig að við ætlum að reyna sama kúrs í ár og sjá hvort henni gangi ekki betur núna.