Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, janúar 29, 2009
 
Það er gjörsamlega ekkert að gerast hjá unga litla. Ég held að hann ætli að vera jafn óþekkur og Anna Eir en ég gékk 10 daga framyfir með hana. Þetta þýðir að ég mun hanga mest heima, éta og þyngjast og skrifa greinar næstu 2 vikur.
Mér hefur þótt gaman af öllum nafnaágiskunum ykkar en ég ætla að gefa ykkur smá ábendingu. Þið eruð volg en hafið enn ekki giskað á rétt nafn. Og það er rétt hjá ykkur að ungi litli mun heita tveimur nöfnum. Haldið endilega áfram að giska.

Aðeins meira að barnafárinu. Magga frænka mín eignaðist dúllustrák, sem heitir Byrnir Snær, 6. janúar. Og Sigga og Gilli eignuðust rosa sæta stelpu 9. janúar og heitir hún Telma Sóley. Til hamingju öll sömul.
Og núna sitjum við Hlín og Ósk bara heima og bíðum eftir kallinu en Hlín var sett seinasta mánudag og Ósk er sett rétt á eftir mér.

Kíkti í þessum töluðu orðum inn á mbl.is. Ég hef aldrei gefið mér tíma til að lesa neinar fréttir frá Íslandi öll árin mín hérna í Svíþjóð en ástandið seinustu daga hefur vakið smá forvitni mína. Það sem mér þótti athyglisvert og soldið fyndið í þetta sinn er athyglin sem Ísland fær vegna þess að búist er við því að Jóhanna Sigurðardóttir verði næsti forsætisráðherra. Ég fagna því heilshugar, hún er hörð og reynslumikil alþingiskona. Jóhanna yrði þá fyrsta konan sem gegnir forsætisráðherraembætti á Íslandi sem er nokkuð merkilegt, kannski ekki eins merkilegt og þegar Vigdís varð fyrsti kvenforsetinn í heiminum því margar konur hafa gegnt forsætisráðherraembættinu í sínum löndum. Erlendum blaðamönnum og bloggurum hefur þó tekist að gera þessar hugsanlegu breytingar að ótrúlega merkilegum hlut. Því er slegið upp að Jóhanna yrði fyrsti samkynhneigði forsetisráðherrann í heiminum sem er þó ekki satt ef marka má extrabladet en þar er nefnt að norðmenn hafi verið fyrstir árið 2002; Jóhanna yrði þó fyrsti lesbíski forsætisráðherrann. Allt er greinilega gert til að fanga athygli lesenda.

Svo ég haldi nú áfram á semi-samkynhneigðum nótum. Ég var oft búin að heyra lagið "I kissed a girl" í útvarpinu og fílaði það strax án þess að hafa hugmynd um hvað það væri (ég næ almennt ekki textum í lögum, frekar mikil fötlun). Kíkti loksins á textann í dag og ætla að leyfa ykkur að njóta hans með mér. Það skemmir ekki fyrir að horfa og hlusta á videoið í leiðinni.


mánudagur, janúar 26, 2009
 
Jæja, ef einhver orðin leiður á öllum krísum og kreppum þá er hér stutt frásögn úr lífi lítillar þriggja ára stúlku sem fór í afmæli um helgina hjá vini sínum. Jack átti sumsé afmæli um helgina var þriggja ára og í svíþjóð eru nottla venjur/reglur um það hvernig þriggja ára afmæli eru framkvæmd. Minnst tveimur vikum fyrir afmælið á að vera búið að senda formleg boðskort á þartilgerðum kortum til allra gesta. (það eru líka til reglur um hverjum á að bjóða). Gestirnir mæta svo á slaginu, allir í einu og afmælisbarnið rífur upp pakkana í forstofunni, þó foreldrarnir plani yfirleitt annað. Svo eru börnin látin borða eitthvað sykurlítið (t.d. pulsur) svo er "frjáls leiktími" í 15-30 mín, svo kökur. Aftur frjáls leiktími í 15-30 mín og loks eru gestirnir leystir út með litlum pakka til þess að gestirnir viti að þeir eigi að fara að koma sér heim, 2 klst eftir byrjun afmælisins. Þetta afmæli var eftir uppskriftinni nema að Anna Eir
borðaði ekki pulsuna sína
gat bara borðað litlar hafra/kakóbollur af kökunum (það var egg í rest)
fékk eggjanammi í pokanum sínum sem mamma hennar át frá henni
fékk appelsínusafa á pilsið sitt og labbaði heim á gammósíunum


 
Fyrst og fremst: Gott hjá Bjögga!
Svo smá dæmisaga úr svíaríki um markaðsöflin.
Ég kaupi aldrei Jaffa appelsínur því þær eru framleiddar í Ísrael og ég er með prívat viðskiptabann á Ísrael þar til hernáminu og aðskilnaðarstefnunni þar verður aflétt. Það er því rosa þægilegt fyrir mig þegar búðirnar gefa upp framleiðsluland á til dæmis grænmeti og ávöxtum og svoleiðis sem ekki er í umbúðum þar sem hægt er að lesa um framleiðsluland. Í Svíþjóð er búðunum skylt að gefa upp framleiðsluland á öllum vörum og eftir að Ísraelar réðust inn í Gasa fyrir nokkrum vikum hefur salan á Ísraleskum vörum hrapað; það er ekki bara ég sem er með prívatviðskiptabann. En þar sem markaðurinn ræður og hagnaður er allt var það létt mál að stoppa þessi bjánalegu prívatviðskiptabönn. Búðirnar merktu bara Jaffa appelsínurnar og Ísralesku paprikurnar upp á nýtt þannig að þær fengu nýjan ríkisborgararétt og komu nú frá spáni. Hagnaður áfram, vandamálið úr sögunni. Þetta komst svo auðvita upp þegar einhverjir gáfaðir einstaklingar fóru að lesa á kassana sem "spænsku" ávextirnir og grænmetið höfðu komið í.