Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, mars 25, 2009
 
Mínir dagar ganga út á að fara með Önnu Eir í leikskólann kl. 9, leggja mig með Maggý í 1-2 tíma, horfa á The Ellen Show, horfa á Ugly Betty, ná í Önnu Eir kl. 15. Auður kemur vanalega um kl. 16 því greyið mætir klukkan 7 í vinnuna. Eftir að Anna Eir er farin að sofa (um kl. 20) þá horfum við Auður á eitthvað skemmtilegt saman. Sem betur fer erum við Auður með afar líkan smekk á sjónvarpsefni, svo okkur nægir eitt sjónvarp. Maggý Nóa vekur mig ca. þrisvar á nóttu og heimtar mjólk. Ég nýti þann tíma í að horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu (Ally McBeal er á nóttunni, þrælfyndið). Maggý drekkur bara og sofnar, ekkert mál, ég get því sjálf sofnað um leið og hún er búin að drekka.

Kíkið endilega á þetta örstutta video með Portia de Rossi, það er soldið fyndið.


sunnudagur, mars 22, 2009
 
Í vikunni var grein í stærsta dagblaðinu í Svíþjóð um verstu seðlabankastjóra Evrópu. Hver haldið þið að hafi verið í efsta sæti (og það var sérstaklega tekið fram að það væri engin samkeppni), okkar ástkæri Davíð Oddsson. Í 2.-8. sæti voru hálfgerð austantjaldslönd. Davíð ætti kannski ekki að setja þetta í CV-ið sitt.

Maggý Nóa dafnar vel. Hún er farin að halda haus nokkuð vel og þykir orðið mjög leiðinlegt að liggja í vagninum sínum, hún vill að við höldum á henni svo að hún sjái eitthvað, hún þagnar sem sagt um leið og við tökum hana upp.

Setti inn enn fleiri myndir hérna