Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, maí 18, 2009
 
Númer tvö (eins og Maggý Nóa er stundum kölluð) varð þriggja mánaða seinasta miðvikudag. Hún er alltaf jafn glöð og yndisleg stelpa. Vaknar með bros á vör.

Anna Kristín, ástkær tengdamóðir mín, kom í heimsókn til okkar á laugardaginn, hún er nefnilega á ráðstefnu í Umeo í dag og á morgun. Við Auður og Anna Kristín héldum því rosalegt Eurovisionpartý þar sem við ræddum hvert lag og gáfum því stig og héldum umræðunum meira að segja áfram eftir úrslitin. En ég verð nú bara að bæta því við að þessi Jóhanna Guðrún stóð sig alveg frábærlega. Ég trúði því innilega að hún myndi vinna, spáði henni fyrsta sæti enda var þetta ótrúlega vel sungið.

Kíkið á nýju myndirnar úr apríl og maí