Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, júní 12, 2009
 
Terroristinn spurði í kommentakerfinu við seinustu færslu hvað höfuðfætla væri. Það er ekki nema von að hann kannist ekki við það, allavega sagði mamma mér í gær að ég hefði ekki getað teiknað hring þegar ég byrjaði í 6 ára bekk :) Og þá ætti ég nú að hafa verið löngu komin yfir höfuðfætlualdurinn.
Ég hef aldrei verið góð að teikna en Haukur aftur á móti hefur alltaf verið mjög fær að teikna, kannski hefur hann verið of góður og stokkið yfir höfuðfætlustigið og því ekki nema von að pabbi kannist ekki við þetta.
Kæri faðir, höfuðfætlur eru höfuð með höndum og fótum, týpískar myndir hjá 4-7 ára börnum.

Á morgun förum við Anna Eir og Maggý í samfloti með Berki til Íslands. Auður fer á ráðstefnu á sunnudaginn og kemur svo til Íslands á fimmtudaginn. Auður fer heim 28. júlí en við stelpurnar 12. ágúst með Önnu Kristínu. Nánara plan verður birt síðar.

Kíkið á nýjar myndir hér.


miðvikudagur, júní 10, 2009
 
Litla undrabarnid hun anna eir teiknadi fyrstu hofudfaetluna sina fyrir okkur um helgina. Reyndar var hun buin ad teikna fostruna sina i leikskolanum vikunni adur en her getid thid sed tha sem hun gerdi heima


sunnudagur, júní 07, 2009
 
Maggý náði að velta sér einu sinni frá maga yfir á bak fyrir viku. Hún sýnir mikla hæfileika aðeins 3,5 mánaða gömul og hefur því verið sett í strangar æfingarbúðir þar sem markmiðið er að hún fari að ganga 6 mánaða og búi til sitt eigið tölvuforrit 3ja ára.

Í vikunni fórum við Anna Eir með Jack vini hennar í sundlaugina við leikskólann þeirra. Þetta er útilaug með óupphituðu vatni en það virtist alveg vera þolanglegt að busla þar um stund og það var meira að segja erfitt að fá krakkana til að koma upp úr til að hlýja sér þrátt fyrir bláar varir og skjálfta. Sundlaugar eru megahitt!

Í gær fögnuðum við þjóðhátíðardeginum okkar og fórum ásamt Yvonne (vinkona okkar úr billjardgenginu) á ríkisborgarahátíð okkur til heiðurs í einu af húsum Ulriksdalshallar, sem er hérna rétt hjá okkur. Við búum í Solna borg sem er úthverfi Stokkhólms og var öllum íbúum Solna, sem gerðust sænskir ríkisborgarar árið 2008, boðið til þessarar veislu. Sem betur fer mættu einungis 20 manns af 120 því nógu langan tíma tók að afhena hverjum og einum viðurkenningarskjalið :) Að sjálfsögðu enduðu herlegheitin á því að allir nýju Svíarnir sungu sænska þjóðhátíðarsönginn, sem er alls ekki svo slæmur, allavega er hann ekki nánda eins erfiður að syngja fyrir venjulegt fólk eins og sá íslenski.
Ég er ekki frá því að mér líði örlítið meira sem Svía en á föstudaginn.

Og í dag kusum við Auður þingmenn til Evrópuþingsins.

Tvær nýjar myndir.

Að lokum getið þið sýnt útlendingum þetta ef þeir vilja læra að tala um veðrið á íslensku. Viðkomandi útlendingar geta síðan notið hjálpar þessarar ágætis íslensku stúlku í fleiri myndböndum á youtube til að læra ýmsa fleiri frasa á íslensku.