Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
laugardagur, október 10, 2009
Jéminn eini hvað við erum lélegar að blogga. Ég er eitthvað svo hrikalega upptekin, alltaf að dunda eitthvað í greininni sem ég ætla að fara að senda inn og svo tekur nú smá stund að sjá um Maggý. Við erum búnar að kaupa 50 pappakassa og erum búnar að pakka í u.þ.b. 20. Aujan mín er aðallega í því að pakka því ég þykist alltaf að vera gera eitthvað í þessari grein. Pabbi kom á fimmtudaginn til okkar og verður fram á morgun. Maggý fékk eitt af hræðsluköstunum sínum með tilheyrandi ekka þegar hún sá pabba en hún er öllu skárri í dag. Maggý stóð upp í fyrsta skiptið fyrir viku og á fimmtudaginn fór hún að standa upp við allt sem var tiltækt. Hún tók eiginlega eitt skriðskref líka. Svo lærði hún í seinustu viku að sýna hvað hún er stór. Hún er að drífa sig í að læra fullt af hlutum áður en Rakel kemur í heimsókn. Hlín, Biggi, Valtýr og Rakel koma sem sagt til okkar á mánudaginn og verða alveg fram á laugardag, það verður sko stuð. Maggý er síðan alveg ótrúleg á koppnum, hefur kúkað hátt í 30 sinnum í hann síðan hún var 6 mánaða (hún verður 8 mánaða í næstu viku). Við spáum því að hún hætti með bleiju fyrr en Anna Eir sem hætti 1,5 ára. Svo lærði Maggý að klappa í gær, það er allt í gangi þessa dagana. Hún er búin að vera óstöðvandi síðan, klappar í tíma og ótíma. Anna Eir var veik í fimm daga í vikunni, med hita og einhverja magaverki. Við fórum með hana til læknis á þriðjudaginn og okkur til mikillar undrunar þá hlustaði hann á okkur. Það hefur verið vandamálið hérna í Svíþjóð að læknarnir hlusta ekki ekki á okkur þegar við komum með okkar augljóst veika barn til þeirra. Hún þurfti því að fara tvisvar í blóðprufu í vikunni og var stunding samtals þrisvar í handlegginn, greyið litla. Það var hægt að sannfæra hana um að fara þó að hún vissi að það yrði vont og allt lék eiginlega í lyndi í bæði skiptin þar til það átti að fara að stinga hana, þá rak hún upp þessi líka skaðræðisöskur og hætti ekki fyrr en hún fékk að horfa á blóðið sem fór inn í slöngu og þaðan í tilraunaglösin. Þetta var næstum límmiðans og íssins virði held ég. Á fimmtudaginn gat ég ekki verslað með kortinu mínu. Ég var að sjálfsögðu afar hissa því ég átti að eiga helminginn af laununum mínum eftir. Ég varð enn meira hissa þegar ég kíkti á reikninginn minn og sá fullt af færslum á þremur dögum sem ég kannaðist ekkert við. Einhver náungi í Brooklyn hafði gert sér lítið fyrir og tæmt reikninginn minn, um 8000 SEK (150000 ÍSK). Ég hringdi að sjálfsögðu í bankann minn og lét loka kortinu mínu og var mér sagt að þeir vissu nú þegar fyrir visst að eitthvað svindl væri í gangi. Það góða er að ég mun fá þessa peninga bætta frá bankanum og vonandi næst þessi Brooklyn svindlari. |