Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, nóvember 13, 2009
 
Góðan dag kæru landar!
Fallega stelpnafjölskyldan flutti til Íslands fimmtudaginn fyrir viku. Við Auður vorum báðar með upp- og niðurgang í ferðinni en stelpurnar og Þorvarður voru búnar að vera með þetta nokkrum dögum áður. Já, Þorvarður. Hann var svo elskulegur að bjóðast til að borga undir rassinn á sér til Svíþjóðar til að hjálpa okkur að pakka. Það var eins gott að hann kom því við hefðum ekki meikað þetta annars. Litla greyið fékk þó mat og húsaskjól fyrir greiðann auk þess sem við reyndum að halda að honum bjór allan tímann.
Á mánudeginum kom gámurinn og var Auður búin að redda nokkrum burðadýrum, svo þetta gékk alveg hreint glymrandi vel. Meira að segja bílstjórinn hjálpaði til þó að það sé ekki í hans verkahring. Það munaði kannski miklu að vera almennilegur og bjóða honum upp á kaffi og með því.
Við vorum síðan langt fram á miðvikudagskvöld að þrífa íbúðina, sparsla og mála. Hún leit bara mjög vel út á eftir. Það var mjög undarlegt að yfirgefa tóma íbúðina á fimmtudeginum, þetta var eins og lokaþátturinn í "Friends".

Við búum heima hjá Önnu Kristínu og Þorvarði þar til við flytjum inn í Bjallavað 7 í Norðlingaholti. Við skoðuðum íbúðina í fyrir viku og Auður náði í lyklana í dag. Gámurinn er á leiðinni upp í Bjallavað og var hugmyndin að rusla innbúinu inn í íbúðina á morgun en ég veit ekki hvort það sé óhætt að skilja hann eftir vegna glæpa.

Maggý Nóa er 9 mánaða í dag. Hún skríður um allt heima hjá ömmu sinni og afa, stendur upp með öllu og borðar klósettpappír ef hún nær í hann. Sem betur fer hefur stóra systir vökul augu með henni inn á milli sem hún er að stríða Maggý :)
Anna Eir er sátt við að vera flutt til Íslands og hefur bara einu sinni viljað fara aftur til Svíþjóðar. Hún er meira að segja búin að fá pláss á leikskóla 1. des en það var aldeilis ekki útséð um það þegar við komum til landsins.

Sem sagt, allt að reddast.


laugardagur, október 10, 2009
 
Jéminn eini hvað við erum lélegar að blogga. Ég er eitthvað svo hrikalega upptekin, alltaf að dunda eitthvað í greininni sem ég ætla að fara að senda inn og svo tekur nú smá stund að sjá um Maggý.
Við erum búnar að kaupa 50 pappakassa og erum búnar að pakka í u.þ.b. 20. Aujan mín er aðallega í því að pakka því ég þykist alltaf að vera gera eitthvað í þessari grein.
Pabbi kom á fimmtudaginn til okkar og verður fram á morgun. Maggý fékk eitt af hræðsluköstunum sínum með tilheyrandi ekka þegar hún sá pabba en hún er öllu skárri í dag.

Maggý stóð upp í fyrsta skiptið fyrir viku og á fimmtudaginn fór hún að standa upp við allt sem var tiltækt. Hún tók eiginlega eitt skriðskref líka. Svo lærði hún í seinustu viku að sýna hvað hún er stór. Hún er að drífa sig í að læra fullt af hlutum áður en Rakel kemur í heimsókn. Hlín, Biggi, Valtýr og Rakel koma sem sagt til okkar á mánudaginn og verða alveg fram á laugardag, það verður sko stuð.
Maggý er síðan alveg ótrúleg á koppnum, hefur kúkað hátt í 30 sinnum í hann síðan hún var 6 mánaða (hún verður 8 mánaða í næstu viku). Við spáum því að hún hætti með bleiju fyrr en Anna Eir sem hætti 1,5 ára.
Svo lærði Maggý að klappa í gær, það er allt í gangi þessa dagana. Hún er búin að vera óstöðvandi síðan, klappar í tíma og ótíma.

Anna Eir var veik í fimm daga í vikunni, med hita og einhverja magaverki. Við fórum með hana til læknis á þriðjudaginn og okkur til mikillar undrunar þá hlustaði hann á okkur. Það hefur verið vandamálið hérna í Svíþjóð að læknarnir hlusta ekki ekki á okkur þegar við komum með okkar augljóst veika barn til þeirra. Hún þurfti því að fara tvisvar í blóðprufu í vikunni og var stunding samtals þrisvar í handlegginn, greyið litla. Það var hægt að sannfæra hana um að fara þó að hún vissi að það yrði vont og allt lék eiginlega í lyndi í bæði skiptin þar til það átti að fara að stinga hana, þá rak hún upp þessi líka skaðræðisöskur og hætti ekki fyrr en hún fékk að horfa á blóðið sem fór inn í slöngu og þaðan í tilraunaglösin. Þetta var næstum límmiðans og íssins virði held ég.

Á fimmtudaginn gat ég ekki verslað með kortinu mínu. Ég var að sjálfsögðu afar hissa því ég átti að eiga helminginn af laununum mínum eftir. Ég varð enn meira hissa þegar ég kíkti á reikninginn minn og sá fullt af færslum á þremur dögum sem ég kannaðist ekkert við. Einhver náungi í Brooklyn hafði gert sér lítið fyrir og tæmt reikninginn minn, um 8000 SEK (150000 ÍSK). Ég hringdi að sjálfsögðu í bankann minn og lét loka kortinu mínu og var mér sagt að þeir vissu nú þegar fyrir visst að eitthvað svindl væri í gangi. Það góða er að ég mun fá þessa peninga bætta frá bankanum og vonandi næst þessi Brooklyn svindlari.


þriðjudagur, september 22, 2009
 
Jaeja, eins og vel tengdir lesendur hafa vafalaust frett tha erum vid fjolskyldan a leidinni heim i efnahagshrunid. Adalastaedan er ad fullnyta kosningarett okkar thar sem 25% islendinga vidast vera bunir ad missa sjon, heyrn, fattara og sjalfsvirdingu og aetla ad halda afram ad kjosa flokkinn sem rustadi landinu. Og svo er eg buin ad fa rosa fina vinnu. Komum i november, aetlum ad bua i nordlingaholtinu. Velkomin i heimsokn!


fimmtudagur, september 03, 2009
 
Ég gleymdi að nefna eitt aðalatriðanna í vikunni. Anna Eir þurfti að fara á sjúkrahús. Á sunnudaginn meiddi hún sig nefnilega í hægri fætinum þegar hún var að hoppa úr ca. eins metra hæð niður af forljótri styttu hérna á grasblettinum okkar. Það kom síðan í ljós að hún var með sprungu í einu beininu. Litla skinnið haltrar því smá núna en getur vel gengið og leikið sér.


miðvikudagur, september 02, 2009
 
Eins og Auður bloggaði um seinast þá giftum við okkur um daginn; nánar tiltekið 13. ágúst, aftur. Við fórum ásamt Önnu Kristínu (vottur) og stelpunum til bæjarstarfsmanns Sundbyberg kommúnu, sem gaf okkur saman. Þangað mættu Halla saumaklúbbskona sem vottur og Robert maðurinn hennar sem ljósmyndari. Giftingin fór fram í litlu, mjög kósí herbergi og eftirá fórum við uppástrílaðar í Mörby centrum og fengum okkur að borða; við vorum nefnilega með lánsbíl og ætluðum að nýta hann í botn.
Við vorum síðan búnar að boða slatta af fólki í picnic í garðinum í Ulriksdalshöll kl. 17 og ætluðum við að standa fyrir picnic veitingum. Uppúr kl. 16 byrjaði að rigna án afláts. Við neyddumst því til að hringja í ofboði í alla og beina þeim heim til okkar í 63 fm íbúðina. Hérna skáluðum við í freyðivíni, borðuðum grillaðar SS pylsur, laxasamlokur og osta/skinkusamlokur ásamt einhverjum berjum ásamt smá eftirrétti. Okkur áskotnuðust fjölmargar freyðivínsflöskur og rauðvín, ásamt olíulukt og innrammaðri mynd úr giftingunni, þrátt fyrir að við höfðum sagt fólki að koma tómhent. En við þökkum ákaflega vel fyrir allar gjafirnar, besta gjöfin var samt að fá ykkur öll heim til okkar að gleðjast með okkur. Veislan hefði ekki gengið svona greiðlega ef Anna Kristín hefði ekki verið gengilbeina hjá okkur, hún stóð sig svo vel að við gátum bara gengið um og spjallað við gestina allan tímann.

Það er annars ýmislegt annað að frétta af stelpunum okkar. Anna Eir lærði loksins að hjóla í seinustu viku. Áður fyrr hafði hún getað stigið pedalana en ekki stýrt en núna getur hún bæði samtímis. Hún hjólar því stundum í leikskólann og búðina. Í gær lærði hún svo að róla svo maður þarf ekki að ýta henni. Og í morgun sýndi hún mér að hún kynni að hnýta hnú og ég hef ekki hugmynd um hvar hún lærði það. Henni hefur svo sem getað dottið það í hug sjálfri því undrabarninu okkar tókst að leysa eina af gestaþrautunum okkar á 30 sekúndum sem tók mig marga daga að leysa.
Svo byrjaði Anna Eir á alvöru sundnámskeiði á sunnudaginn, ekki bara busl í gangi heldur alvöru sundtök.

Maggý er líka á sundnámskeiði og finnst ægilega gaman. Hún verður ábyggilega álíka mikill selur og stóra systir. Maggý er alltaf sami engillinn, sefur vanalega alla nóttina og borðar eins og hestur. Stóra systir er sko átrúnaðargoðið hennar, langfyndnust í heimi. Maggý situr sjálf á gólfinu og leikur sér en dettur af og til :) Í dag var hún að myndast við að fara upp á hnén svo það eru spennandi dagar framundan.

Svo hefur bæst við fullt af börnum. Magga Steina og Haddi eignuðust strákan sína tvo 27. ágúst. Til hamingju öll sömul. Og Ingimundur og Elísabet eignuðust sinn strák um miðjan ágúst. Til hamingju sömuleiðis.

Kíkið endilega á myndir úr brúðkaupinu og fleira.


laugardagur, ágúst 29, 2009
 
Jæja þá er ég búin að setja inn myndir frá Eiríki frá því að við vorum á Íslandi. Bráðum koma myndir frá Robert sem hann tók þegar við breyttum staðfestri samvist í hjónaband. Nú erum við jafngiftar og allir aðrir!


sunnudagur, ágúst 02, 2009

fimmtudagur, júlí 30, 2009
 
Jæja, þá eru komnar nokkrar myndir úr íslandsferðinni. Ég er sumsé komin til svíþjóðar og er alein í kotinu sem er mjög leiðinlegt. Sætu stelpurnar mínar koma ekki fyrr en 12. ágúst en ég reyni að vinna og hitta fólk þangað til. Fleiri myndir síðar


föstudagur, júní 12, 2009
 
Terroristinn spurði í kommentakerfinu við seinustu færslu hvað höfuðfætla væri. Það er ekki nema von að hann kannist ekki við það, allavega sagði mamma mér í gær að ég hefði ekki getað teiknað hring þegar ég byrjaði í 6 ára bekk :) Og þá ætti ég nú að hafa verið löngu komin yfir höfuðfætlualdurinn.
Ég hef aldrei verið góð að teikna en Haukur aftur á móti hefur alltaf verið mjög fær að teikna, kannski hefur hann verið of góður og stokkið yfir höfuðfætlustigið og því ekki nema von að pabbi kannist ekki við þetta.
Kæri faðir, höfuðfætlur eru höfuð með höndum og fótum, týpískar myndir hjá 4-7 ára börnum.

Á morgun förum við Anna Eir og Maggý í samfloti með Berki til Íslands. Auður fer á ráðstefnu á sunnudaginn og kemur svo til Íslands á fimmtudaginn. Auður fer heim 28. júlí en við stelpurnar 12. ágúst með Önnu Kristínu. Nánara plan verður birt síðar.

Kíkið á nýjar myndir hér.


miðvikudagur, júní 10, 2009
 
Litla undrabarnid hun anna eir teiknadi fyrstu hofudfaetluna sina fyrir okkur um helgina. Reyndar var hun buin ad teikna fostruna sina i leikskolanum vikunni adur en her getid thid sed tha sem hun gerdi heima


sunnudagur, júní 07, 2009
 
Maggý náði að velta sér einu sinni frá maga yfir á bak fyrir viku. Hún sýnir mikla hæfileika aðeins 3,5 mánaða gömul og hefur því verið sett í strangar æfingarbúðir þar sem markmiðið er að hún fari að ganga 6 mánaða og búi til sitt eigið tölvuforrit 3ja ára.

Í vikunni fórum við Anna Eir með Jack vini hennar í sundlaugina við leikskólann þeirra. Þetta er útilaug með óupphituðu vatni en það virtist alveg vera þolanglegt að busla þar um stund og það var meira að segja erfitt að fá krakkana til að koma upp úr til að hlýja sér þrátt fyrir bláar varir og skjálfta. Sundlaugar eru megahitt!

Í gær fögnuðum við þjóðhátíðardeginum okkar og fórum ásamt Yvonne (vinkona okkar úr billjardgenginu) á ríkisborgarahátíð okkur til heiðurs í einu af húsum Ulriksdalshallar, sem er hérna rétt hjá okkur. Við búum í Solna borg sem er úthverfi Stokkhólms og var öllum íbúum Solna, sem gerðust sænskir ríkisborgarar árið 2008, boðið til þessarar veislu. Sem betur fer mættu einungis 20 manns af 120 því nógu langan tíma tók að afhena hverjum og einum viðurkenningarskjalið :) Að sjálfsögðu enduðu herlegheitin á því að allir nýju Svíarnir sungu sænska þjóðhátíðarsönginn, sem er alls ekki svo slæmur, allavega er hann ekki nánda eins erfiður að syngja fyrir venjulegt fólk eins og sá íslenski.
Ég er ekki frá því að mér líði örlítið meira sem Svía en á föstudaginn.

Og í dag kusum við Auður þingmenn til Evrópuþingsins.

Tvær nýjar myndir.

Að lokum getið þið sýnt útlendingum þetta ef þeir vilja læra að tala um veðrið á íslensku. Viðkomandi útlendingar geta síðan notið hjálpar þessarar ágætis íslensku stúlku í fleiri myndböndum á youtube til að læra ýmsa fleiri frasa á íslensku.


miðvikudagur, júní 03, 2009

mánudagur, júní 01, 2009

sunnudagur, maí 31, 2009
 
Einn morgunn fyrir um þremur vikum skrapp ég í badminton með Auði og svo borðuðum við hádegismat saman. Þegar ég kom heim var heljarinnar brunalykt í íbúðinni. Ég rauk beint inn í eldhús og sá að pastapotturinn, sem hafði staðið á eldavélinni fullur af vatni frá kvöldinu áður, var tómur og kolsvartur að innan. Líklegasta skýringin á þessu óhappi er að einhver hafi rekið sig í takkann á eldavélinni (líklega ég) eða að húsvörðurinn okkar hafi laumast inn eftir að við fórum og reynt að kveikja í. Það var allavega athyglisvert að það kveiknaði akkúrat á hellunni með pottinum. Íbúðin lyktaði ógeðslega í 2-3 sólarhringa og var ég með skálar með ediki út um allt (gamalt húsráð). Lífi pottarins tókst hins vegar ekki að bjarga.

Í seinstu viku fórum við ásamt Örnu, Karvel og strákunum þeirra suður í ”Astrid Lindgrens värld”, sem er nokkuð stór skemmtigarður með húsum fígúranna í bókum Astridar, stöðugum leikritum auk annarra afþreyinga. Við vorum þarna í tvo heila daga og skemmtum okkur öll mjög vel þrátt fyrir skúrina báða dagana. Anna Eir er alveg heltekin af sögum og sat því alveg límd þegar leikritin voru í gangi. Lína langsokkur (fullt nafn Pippilotta Viktualia Rullgardina Krusmynta Efraimsdotter Långstrump) var auðvitað vinsælust og hápunktur ferðarinnar (og kannski ævi hennar) var þegar fyrirmyndir hennar, Lína, tók utan um hana svo ég gæti tekið mynd af þeim saman. Í ferðinni gistum við í tveggja hæða krúttlegu húsi á ofsalega fallegum sveitabæ og út um eldhúsgluggann blasti við stærsti hlynur Svíþjóðar. Á kvöldin þegar börnin voru sofnuð spilaði fullorðna fólkið langt fram eftir og var ég sú eina sem vann aldrei.
Eftir þetta ókum við Auður og stelpurnar hálfa leið til Stokkhólms, gistum í Norrköping og eyddum öllum mánudeginum í dýragarðinum í Kolmården. Þar fórum við m.a. í safari þar sem við keyrðum í gegn hjá dýrunum. Það var ótrúleg lífsreynsla að hafa strúta og gíraffa 3 metra frá bílnum. Höfrungasýningin þeirra var líka frábært en restin af deginum fór bara í að dunda sér í gegnum garðinn.
Þetta 5 daga ferðalag var fyrsta ferðalag okkar Auðar, Önnu Eirar og Maggýjar Nóu og gékk það alveg glymrandi vel. Það var ekkert rifist og stelpurnar voru til fyrirmyndar í bílnum, en það var ekki alveg fyrirséð að Anna Eir myndi vera svona góð, eitt stykki video ipod getur greinilega bjargað öllu.

Og glóðheitar fréttir. Heimilislæknirinn okkar hringdi í okkur í gær, Anna Eir er með birkifrjókornaofnæmi. Ætlar þessum ofnæmum ekki að linna. Okkur grunaði þetta um daginn þegar Anna Eir var búin að vera með eitthvað í augunum í tvær vikur og stíflað nef. Greyið litla ofnæmisstelpan okkar. Hún er hins vegar ekki með ofnæmi fyrir köttum, hundum, hestum, ryki og myglu.


mánudagur, maí 18, 2009
 
Númer tvö (eins og Maggý Nóa er stundum kölluð) varð þriggja mánaða seinasta miðvikudag. Hún er alltaf jafn glöð og yndisleg stelpa. Vaknar með bros á vör.

Anna Kristín, ástkær tengdamóðir mín, kom í heimsókn til okkar á laugardaginn, hún er nefnilega á ráðstefnu í Umeo í dag og á morgun. Við Auður og Anna Kristín héldum því rosalegt Eurovisionpartý þar sem við ræddum hvert lag og gáfum því stig og héldum umræðunum meira að segja áfram eftir úrslitin. En ég verð nú bara að bæta því við að þessi Jóhanna Guðrún stóð sig alveg frábærlega. Ég trúði því innilega að hún myndi vinna, spáði henni fyrsta sæti enda var þetta ótrúlega vel sungið.

Kíkið á nýju myndirnar úr apríl og maí


miðvikudagur, maí 13, 2009
 
Is it true?

Thannig spurdu saensku thulirnir thegar buid var ad tilkynna 7 lond sem komust afram i eurovision og island var ekki eitt theirra. Island hlytur ad komast afram sogdu thaeir. Thegar 9 landid var ekki island heyrdist ekkert annad island island i saensku thulunum!

Atridid var btw gedveikt flott, rosalega vel sungid og allt gedveikt fagmannlegt, eg var aegilega stolt. Staersta dagbladid herna, DN gaf Yohanna 5 af 5 mögulegum fyrir keppnina i gaer og var islenska lagid eina lagid sem fekk tha einkunn (gagnrynandin gaf svium bara 3, hehe). Reyndar var einhver fylupuki med sand a othaegilegum stad i utvarpinu i gaer sem valdi islenska lagid sem eitt af 3 leidinlegustu logum allrar keppninar en vid hlustum ekki a svoleidis rugl.


mánudagur, apríl 27, 2009
 
Til hamingju kæru Íslendingar með niðurstöður kosninganna. Þetta verður afar spennandi kjörtímabil.

Núna ætla ég að segja ykkur sögu af týpískum Svía. Það er billjardvinkona okkar sem við Auður fórum í partý hjá á föstudeginum langa. Þegar við mættum heim til hennar (hún býr í blokk), rákum við augun í miða í anddyrinu sem á stóð að hún ætlaði að halda partý um kvöldið og ef einhver yrði fyrir óþægindum vegna þess þá væri viðkomandi velkomið að banka uppá eða hringja í hana og kvarta. Viðkomandi væri líka velkominn í partýið. Og á miðanum hékk poki með eyrnatöppum. Svíar eru soldið sniðugir. Ef maður tilkynnir restinni í húsinu af komandi partýi þá getur enginn agnúast út í mann, og vanalega bankar fólk nú ekki uppá og kvartar. En ef maður heldur partý og hefur ekki tilkynnt neinum, þá á maður von á að fá ljótar augngotur næstu daga á eftir. Þó er niðurstaðan fyrir nágrannana sú sama hvora leiðina sem maður fer.

Heiðrún og Maggi voru aftur í heimsókn hjá okkur seinasta mánudag og stoppuðu alltof stutt (tæpa 2 daga) en það er mjög skemmtilegt að fá heimsókn á 2ja vikna fresti. Takið ykkur þau til fyrirmyndar og skellið ykkur í heimsókn til Stokkhólms.

Maggý Nóa er svo meðfærileg og þægileg. Við vorum afar sáttar við hversu auðvelt var að svæfa hana áður en hún tók snuð, en núna er þetta algjört himnaríki. Þegar hún er þreytt þá tilkynnir hún okkur það með því að kvarta smá, þá legg ég hana í vögguna hennar, sting upp í hana snuðinu og fer fram. Litla hetjan okkar sofnar alveg sjálf á nokkrum mínútum án þess að mögla. Er hægt að hafa það betra!! Við erum fyrst núna að átta okkur á því hversu auðvelt það getur verið að eiga ungabörn, Anna Eir var nefnilega á hinum endanum á skalanum.

Í gær leigðum við okkur bíl og keyrðum upp í sveit. Íslendingafélagið hafði skipulagt picknic á sveitabæ hérna skammt frá og fengu krakkarnir að skoða kindur og kýr og skreppa á hestbak. Anna Eir skellti sér á bak og var ekkert smeyk.

Í morgun, þegar Anna Eir hafði lokið við morgunverðinn, kom hún til mín inn á bað og spurði hvort hún mætti fá eftirrétt (jógúrt). Ég leyfði henni það og þá spurði hún hvort grísinn (tuskudýrið hennar) mætti líka fá eftirrétt. Ég neitaði því hins vegar en þá spurði hún auðvitað af hverju grísinn mætti ekki fá eftirrétt. Ég sagði að það væri af því að grísinn væri ekki búinn að borða morgunmat. Hún rauk þá út af baðinu og heyrði ég hana dunda sér við matarborðið og spjalla soldið við grísinn þar til hún birtist aftur. ”Núna er grísinn búinn að borða morgunmat. Má hann núna fá eftirrétt?”. Það er auðvitað ekki hægt annað en að segja já þegar maður hefur svona krók á móti bragði en ég tók það sérstaklega fram að hún ætti ekki að opna jógúrdósina sem grísinn ætti, bara þá sem hún átti. Þegar ég kem svo fram þá eru báðar dósirnar opnar og ég bendi henni á það að ég hefði sagt henni að opna ekki jógúrtdós gríssins. ”Ég opnaði fyrir grísinn því hann gat ekki opnað sjálfur.” Aftur var ég tekin í bakaríið af 3ja ára barni. Og ég held að þetta verði ekki í seinasta skiptið.

Kíkið á nýjar myndir hérna.


fimmtudagur, apríl 16, 2009
 
Maggi og Heiðrún voru í heimsókn hjá okkur seinasta fimmtudag til laugrdags og koma aftur til okkar á mánudaginn. Við nýttum okkur þau og fórum í partý á föstudeginum, barnlausar. Barnapössunin gékk vel og kom Heiðrún Maggý uppá snuð sem hefur virkað merkilega vel síðan þá.

Um helgina fékk Anna Eir páskaegg í fyrsta skiptið. Við fengum eftirfarandi málshætti:
Sá vægir sem vitið hefur meira (Anna Eir)
Spyr sá sem ekki veit (Auður)
Betra er heilt en vel gróið (Emelía)

Litli engillinn hún Maggý varð 2 mánaða á mánudaginn. Hún verður alltaf yndislegri og yndislegri. Hún brosir oft til okkar þessu sólskinsbrosi, spjallar heilmikið og er farin að slá í dótið sitt á fullu.

Kíkið endilega á nýjar myndir.


fimmtudagur, apríl 02, 2009
 
Loksins, loksins! Sænska þingið samþykkti í gær lög um ókynbundið hjónaband (könsneutral äktenskap). Síðan 1994 hefur samkynhneigðum í Svíþjóð gefist kostur á að skrá sig í staðfesta samvist (registrerat partnerskap) en frá og með 1. maí í ár sitja samkynhneigðir og ósamkynhneigðir við sama borð. Mér finnst þessar breytingar í sjálfu sér ekki merkilegar nema að því leyti að það það sé fyrst núna 2009 sem réttlætið sér dagsins ljós. Hver er fucking munurinn á að vera samkynhneigður og ósamkynheigður. Mér finnst allavega ósamkynhneigðir ekkert verri en ég.

Seinasta laugardag mæltum við okkur mót við Andreas (billjardfélagi okkar) og son hans, Samúel, á þrælskemmtilegum róluvelli. Anna Eir var rosaleg á trampólíninu, skiptist á við 12 ára strák að hoppa. Við ætluðum að grilla okkur pylsur og hafa smá útilegufíling þegar við mættum en það kom ekki hiti í einnota-drasl-grillið fyrr en klukkutíma eftir áætlum og var það einungis skátahæfileikum og þrjóskunni í Auði að þakka.

Á mánudaginn fórum við með Írisi (1,5 ára íslensk stelpa á deildinni hennar Önnu Eirar) og Huldu mömmu hennar að gefa öndunum brauð við Ulriksdalsslott. Við reyndum líka að fara seinasta föstudag í leiðinlegu veðri en þá voru endurnar að heiman.

Vorið er hugsanlega komið til okkar, allavega var peysuveður í gær og í dag. Við lékum því við nágrannakrakkana og vorum með kaffitímann úti, voða kósí.

Maggý Nóa fór í skoðun til læknis í gær. Hann potaði í hana á mörgum stöðum og var mjög ánægður með stúlkuna. Maggý var 5265 g og 57,5 cm og hefur því þyngst um 1510 g og lengst um 6,5 cm síðan fæðingu sem gerir um 200 g og 1 cm á viku. Anna Eir og Maggý fæddust nánast jafn þungar og langar. Núna er Maggý komin með ágætis fellingar á lærin og bulldog kinnar en á sama tíma var Anna Eir 5510 g og 60 cm og ældi samt eins og múkki.

Við Auður erum örmagna í dag. Við fórum nefnilega í badminton í morgun, önnur okkar þarf soldið á hreyfingu að halda eftir óléttuna. Maggý Nóa var með okkur og svaf allan tímann eins og við stíluðum inn á, vonum að hún verði eins stillt í næstu skipti.
Þrátt fyrir orkuleysið tók Auður upp á því að ljúka við barnakjól sem hún byrjaði á í saumi þegar hún var 13 ára. Kjóllinn hefur legið í næstum 20 ár uppi í skáp og tók það hana einungis 5 mínútur að leggja síðustu hönd á hann.

Kíkið endilega á nýjar myndir


miðvikudagur, mars 25, 2009
 
Mínir dagar ganga út á að fara með Önnu Eir í leikskólann kl. 9, leggja mig með Maggý í 1-2 tíma, horfa á The Ellen Show, horfa á Ugly Betty, ná í Önnu Eir kl. 15. Auður kemur vanalega um kl. 16 því greyið mætir klukkan 7 í vinnuna. Eftir að Anna Eir er farin að sofa (um kl. 20) þá horfum við Auður á eitthvað skemmtilegt saman. Sem betur fer erum við Auður með afar líkan smekk á sjónvarpsefni, svo okkur nægir eitt sjónvarp. Maggý Nóa vekur mig ca. þrisvar á nóttu og heimtar mjólk. Ég nýti þann tíma í að horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu (Ally McBeal er á nóttunni, þrælfyndið). Maggý drekkur bara og sofnar, ekkert mál, ég get því sjálf sofnað um leið og hún er búin að drekka.

Kíkið endilega á þetta örstutta video með Portia de Rossi, það er soldið fyndið.


sunnudagur, mars 22, 2009
 
Í vikunni var grein í stærsta dagblaðinu í Svíþjóð um verstu seðlabankastjóra Evrópu. Hver haldið þið að hafi verið í efsta sæti (og það var sérstaklega tekið fram að það væri engin samkeppni), okkar ástkæri Davíð Oddsson. Í 2.-8. sæti voru hálfgerð austantjaldslönd. Davíð ætti kannski ekki að setja þetta í CV-ið sitt.

Maggý Nóa dafnar vel. Hún er farin að halda haus nokkuð vel og þykir orðið mjög leiðinlegt að liggja í vagninum sínum, hún vill að við höldum á henni svo að hún sjái eitthvað, hún þagnar sem sagt um leið og við tökum hana upp.

Setti inn enn fleiri myndir hérna


mánudagur, mars 16, 2009


föstudagur, febrúar 27, 2009

laugardagur, febrúar 21, 2009
 
Fyrsta vika Maggýjar Nóu hefur verið hin ljúfasta. Hún sefur ótrúlega mikið, í vöggunni sinni, innvafin í nýju dúnsængina frá Önnu ömmu og afa Þorvarði. Þess á milli drekkur hún og þegar hún er vakandi þá finnst henni gaman að horfa á mömmur sínar sem hafa oft fengið fallegt bros.

Auður og Anna Eir byrjuðu í danskúrsinum sínum fyrir tveimur vikum en samtals eru 12 skipti. Þær fóru í sama kúrs fyrir ári en þá var Anna Eir heldur of lítil og hreyfði ekki litla putta fyrr en eftir 10 tíma :) Í morgun var Anna Eir alveg komin yfir feimnina og dansaði eins og herforingi.

Eins og glöggir lesendur bentu á í kommentakerfinu eftir seinustu færslu þá þvældust hormónarnir eitthvað fyrir mér, auðvitað áttu Hlín og Ósk sín yndislegu börn í febrúar, ég endurtek, febrúar, ekki september.

Kíkið endilega á nýjar myndir af Maggý Nóu


mánudagur, febrúar 16, 2009
 
Halló, halló!
Linkurinn inn á myndasíðuna var eitthvað að stríða okkur, er búin að laga hann. Kíkið endilega á nýju sætu stelpuna okkar.
Við höfum það allar mjög gott. Við gistum fyrstu nóttina á sjúkrahúshótelinu, allar fjórar, mikilvægt fyrir stórusystur að fá að vera með sem fyrst.
Maggý tók brjóst um leið og hún fæddist, tekur líka pela, sefur nokkuð vel, og kúkar, pissa og ropar alveg fullkomið. Við Auður höfum fengið alveg slatta svefn síðan á föstudaginn, svo við erum alsælar. Fyrstu 3 dagarnir hafa í raun verið auðveldari núna með 2 börn heldur en einungis Önnu Eir nýfædda því þá fengum við engan svefn.
Anna Eir er mjög hrifin af systur sinni, alltaf að segja að hún sé sæt, klappar henni á höfuðið og vill halda á henni.

Ekkert ykkar gat upp á réttu nafni, skrýtið, því þetta er svo augljóst. Maggý eftir Magga pabba hennar Auðar og Nóa eftir mömmu minni. Ég viðurkenni að Nóa var í erfiðari kantinum. Mamma heitir Hulda Björk Nóadóttir en skrifar alltaf Hulda Nóa. Þar hafið þið það.
Ég býst við að einhver ykkar séu að velta fyrir ykkur hvernig á að beygja þessi fallegu nöfn. Þið getið fundið það hérna: Maggý, Nóa og Eir (það virðist standa í mörgum).

Ég hafði nú hugsað mér að blogga seinasta föstudag en þá var ég aðeins upptekin. Málið er að Hlín ungaði út bollustelpunni Rakel 1. september og Ósk honum Þórarni Óskari 9. sept. Hamingjuóskir til foreldranna.


laugardagur, febrúar 14, 2009
 
Jæja, þá er Maggý Nóa komin í heiminn. Hún fæddist 09:22 föstudaginn 13. febrúar og var 3755g og 51cm. Fæðingin gekk vonum framar og öllum heilsast vel. Mæðurnar og stóra systir hafa fengið sæmilegan svefn og Maggý litla er alveg til í að liggja ein í mömmurúmi. Við höfum aðeins svindlað og gefið henni smá þurrmjólk með því það er ekki komin mikil mjólk í brjóstin en hún er alveg til í að vera á brjóstinu þrátt fyrir það. Hér eru nokkrar myndir.


fimmtudagur, janúar 29, 2009
 
Það er gjörsamlega ekkert að gerast hjá unga litla. Ég held að hann ætli að vera jafn óþekkur og Anna Eir en ég gékk 10 daga framyfir með hana. Þetta þýðir að ég mun hanga mest heima, éta og þyngjast og skrifa greinar næstu 2 vikur.
Mér hefur þótt gaman af öllum nafnaágiskunum ykkar en ég ætla að gefa ykkur smá ábendingu. Þið eruð volg en hafið enn ekki giskað á rétt nafn. Og það er rétt hjá ykkur að ungi litli mun heita tveimur nöfnum. Haldið endilega áfram að giska.

Aðeins meira að barnafárinu. Magga frænka mín eignaðist dúllustrák, sem heitir Byrnir Snær, 6. janúar. Og Sigga og Gilli eignuðust rosa sæta stelpu 9. janúar og heitir hún Telma Sóley. Til hamingju öll sömul.
Og núna sitjum við Hlín og Ósk bara heima og bíðum eftir kallinu en Hlín var sett seinasta mánudag og Ósk er sett rétt á eftir mér.

Kíkti í þessum töluðu orðum inn á mbl.is. Ég hef aldrei gefið mér tíma til að lesa neinar fréttir frá Íslandi öll árin mín hérna í Svíþjóð en ástandið seinustu daga hefur vakið smá forvitni mína. Það sem mér þótti athyglisvert og soldið fyndið í þetta sinn er athyglin sem Ísland fær vegna þess að búist er við því að Jóhanna Sigurðardóttir verði næsti forsætisráðherra. Ég fagna því heilshugar, hún er hörð og reynslumikil alþingiskona. Jóhanna yrði þá fyrsta konan sem gegnir forsætisráðherraembætti á Íslandi sem er nokkuð merkilegt, kannski ekki eins merkilegt og þegar Vigdís varð fyrsti kvenforsetinn í heiminum því margar konur hafa gegnt forsætisráðherraembættinu í sínum löndum. Erlendum blaðamönnum og bloggurum hefur þó tekist að gera þessar hugsanlegu breytingar að ótrúlega merkilegum hlut. Því er slegið upp að Jóhanna yrði fyrsti samkynhneigði forsetisráðherrann í heiminum sem er þó ekki satt ef marka má extrabladet en þar er nefnt að norðmenn hafi verið fyrstir árið 2002; Jóhanna yrði þó fyrsti lesbíski forsætisráðherrann. Allt er greinilega gert til að fanga athygli lesenda.

Svo ég haldi nú áfram á semi-samkynhneigðum nótum. Ég var oft búin að heyra lagið "I kissed a girl" í útvarpinu og fílaði það strax án þess að hafa hugmynd um hvað það væri (ég næ almennt ekki textum í lögum, frekar mikil fötlun). Kíkti loksins á textann í dag og ætla að leyfa ykkur að njóta hans með mér. Það skemmir ekki fyrir að horfa og hlusta á videoið í leiðinni.


mánudagur, janúar 26, 2009
 
Jæja, ef einhver orðin leiður á öllum krísum og kreppum þá er hér stutt frásögn úr lífi lítillar þriggja ára stúlku sem fór í afmæli um helgina hjá vini sínum. Jack átti sumsé afmæli um helgina var þriggja ára og í svíþjóð eru nottla venjur/reglur um það hvernig þriggja ára afmæli eru framkvæmd. Minnst tveimur vikum fyrir afmælið á að vera búið að senda formleg boðskort á þartilgerðum kortum til allra gesta. (það eru líka til reglur um hverjum á að bjóða). Gestirnir mæta svo á slaginu, allir í einu og afmælisbarnið rífur upp pakkana í forstofunni, þó foreldrarnir plani yfirleitt annað. Svo eru börnin látin borða eitthvað sykurlítið (t.d. pulsur) svo er "frjáls leiktími" í 15-30 mín, svo kökur. Aftur frjáls leiktími í 15-30 mín og loks eru gestirnir leystir út með litlum pakka til þess að gestirnir viti að þeir eigi að fara að koma sér heim, 2 klst eftir byrjun afmælisins. Þetta afmæli var eftir uppskriftinni nema að Anna Eir
borðaði ekki pulsuna sína
gat bara borðað litlar hafra/kakóbollur af kökunum (það var egg í rest)
fékk eggjanammi í pokanum sínum sem mamma hennar át frá henni
fékk appelsínusafa á pilsið sitt og labbaði heim á gammósíunum


 
Fyrst og fremst: Gott hjá Bjögga!
Svo smá dæmisaga úr svíaríki um markaðsöflin.
Ég kaupi aldrei Jaffa appelsínur því þær eru framleiddar í Ísrael og ég er með prívat viðskiptabann á Ísrael þar til hernáminu og aðskilnaðarstefnunni þar verður aflétt. Það er því rosa þægilegt fyrir mig þegar búðirnar gefa upp framleiðsluland á til dæmis grænmeti og ávöxtum og svoleiðis sem ekki er í umbúðum þar sem hægt er að lesa um framleiðsluland. Í Svíþjóð er búðunum skylt að gefa upp framleiðsluland á öllum vörum og eftir að Ísraelar réðust inn í Gasa fyrir nokkrum vikum hefur salan á Ísraleskum vörum hrapað; það er ekki bara ég sem er með prívatviðskiptabann. En þar sem markaðurinn ræður og hagnaður er allt var það létt mál að stoppa þessi bjánalegu prívatviðskiptabönn. Búðirnar merktu bara Jaffa appelsínurnar og Ísralesku paprikurnar upp á nýtt þannig að þær fengu nýjan ríkisborgararétt og komu nú frá spáni. Hagnaður áfram, vandamálið úr sögunni. Þetta komst svo auðvita upp þegar einhverjir gáfaðir einstaklingar fóru að lesa á kassana sem "spænsku" ávextirnir og grænmetið höfðu komið í.


fimmtudagur, janúar 22, 2009
 
Allir á völlinn!

Ég vona að þið látið ekki grjótkastandi aumingja eyðileggja mótmælin og verðið með friðsamlegan hávaða áfram.


miðvikudagur, janúar 21, 2009
 
Allir a vollinn!
eg vona ad thid farid oll og motmaelid i dag, jafnvel tho ad logreglan geti radist a ykkur fyrir ad hafa hatt til ad vernda "vinnufrid" althingis.

Og enn og aftur: edlileg vidbrogd logreglu vid havadaseggjum er ekki ad berja tha i hausinn med kylfum.


þriðjudagur, janúar 20, 2009

fimmtudagur, janúar 15, 2009
 
jæja, lesendur eru enn farnir að kvarta þannig að nú kemur smá fréttaupdate frá okkur. Við erum búnar að breyta heilmikið i íbúðinni, færa borðstofuborðið og setja upp alla ikeaskápana. Tölvan okkar er nuna inni í stofu og svefnherbergið okkar Emelíu er núna SVEFNherbergi, ekki svefnherbergi/tölvuherbergi/matarbúr/ruslakompa eins og áður.

Ég á eftir 2 vikur í gömlu vinnunni minni, hætti þar eftir sex ára strit. Er enn að gera tilraunir fyrir greinina sem ég ætla að klára áður en ég hætti og er byrjuð á nýju verkefni. Veruleikafirringin er algjör...

Emelía er algjörlega kasólétt núna og gengur frekar hægt að hreyfa sig. Hún harðneitar samt að fara í frí þó það taki hana einn og hálfan tíma að rölta sér í hverfisbúðina okkar. Við sjáum til hvað hún endist lengi. Áætluð koma Unga litla er 1. febrúar, það er alveg tilvalið fyrir ykkur að skilja eftir komment hérna og giska á nafn. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir rétt svör; gisting fyrir tvo í Stokkhólmi 2009 eða 2010.

Við Anna Eir erum búnar að skrá okkur aftur á dansnámskeið, það sama og í fyrra. Þá hélt ég á henni allan tímann og hoppaði með hana í fanginu 10 skipti af 12, hún harðneitaði að dansa, þannig að við ætlum að reyna sama kúrs í ár og sjá hvort henni gangi ekki betur núna.


fimmtudagur, janúar 08, 2009
 
Og hér eru myndir frá meikóver heimilisins og fleiru


 
jæja, þá er ég búin að setja inn myndir frá Þorvarði. Kíkið á þær


miðvikudagur, janúar 07, 2009
 
Jæja, nú koma nokkrar myndir frá Eiríki frá því að hann og Hulda voru hér í heimsókn


þriðjudagur, janúar 06, 2009
 
Við höfum staðið í ströngu við að endurinnrétta hjá okkur. 2. janúar vorum við 5 klst í IKEA, 3. og 4. janúar vorum við samtals 24 klst að skrúfa saman húsgögn. Það var hræðilega leiðinlegt en Anna Eir var mjög stillt og fékk meðal annars að leika hjá nágrönunum í smá tíma. Við setjum bráðum inn myndir af því. Nú koma hins vegar nokkrar myndir frá heimsókn Huldu og Eiríks og Önnu Kristínar og Þorvarðar og frá jólum og áramótum (fleiri síðar).