Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
föstudagur, nóvember 13, 2009
Góðan dag kæru landar! Fallega stelpnafjölskyldan flutti til Íslands fimmtudaginn fyrir viku. Við Auður vorum báðar með upp- og niðurgang í ferðinni en stelpurnar og Þorvarður voru búnar að vera með þetta nokkrum dögum áður. Já, Þorvarður. Hann var svo elskulegur að bjóðast til að borga undir rassinn á sér til Svíþjóðar til að hjálpa okkur að pakka. Það var eins gott að hann kom því við hefðum ekki meikað þetta annars. Litla greyið fékk þó mat og húsaskjól fyrir greiðann auk þess sem við reyndum að halda að honum bjór allan tímann. Á mánudeginum kom gámurinn og var Auður búin að redda nokkrum burðadýrum, svo þetta gékk alveg hreint glymrandi vel. Meira að segja bílstjórinn hjálpaði til þó að það sé ekki í hans verkahring. Það munaði kannski miklu að vera almennilegur og bjóða honum upp á kaffi og með því. Við vorum síðan langt fram á miðvikudagskvöld að þrífa íbúðina, sparsla og mála. Hún leit bara mjög vel út á eftir. Það var mjög undarlegt að yfirgefa tóma íbúðina á fimmtudeginum, þetta var eins og lokaþátturinn í "Friends". Við búum heima hjá Önnu Kristínu og Þorvarði þar til við flytjum inn í Bjallavað 7 í Norðlingaholti. Við skoðuðum íbúðina í fyrir viku og Auður náði í lyklana í dag. Gámurinn er á leiðinni upp í Bjallavað og var hugmyndin að rusla innbúinu inn í íbúðina á morgun en ég veit ekki hvort það sé óhætt að skilja hann eftir vegna glæpa. Maggý Nóa er 9 mánaða í dag. Hún skríður um allt heima hjá ömmu sinni og afa, stendur upp með öllu og borðar klósettpappír ef hún nær í hann. Sem betur fer hefur stóra systir vökul augu með henni inn á milli sem hún er að stríða Maggý :) Anna Eir er sátt við að vera flutt til Íslands og hefur bara einu sinni viljað fara aftur til Svíþjóðar. Hún er meira að segja búin að fá pláss á leikskóla 1. des en það var aldeilis ekki útséð um það þegar við komum til landsins. Sem sagt, allt að reddast. laugardagur, október 10, 2009
Jéminn eini hvað við erum lélegar að blogga. Ég er eitthvað svo hrikalega upptekin, alltaf að dunda eitthvað í greininni sem ég ætla að fara að senda inn og svo tekur nú smá stund að sjá um Maggý. Við erum búnar að kaupa 50 pappakassa og erum búnar að pakka í u.þ.b. 20. Aujan mín er aðallega í því að pakka því ég þykist alltaf að vera gera eitthvað í þessari grein. Pabbi kom á fimmtudaginn til okkar og verður fram á morgun. Maggý fékk eitt af hræðsluköstunum sínum með tilheyrandi ekka þegar hún sá pabba en hún er öllu skárri í dag. Maggý stóð upp í fyrsta skiptið fyrir viku og á fimmtudaginn fór hún að standa upp við allt sem var tiltækt. Hún tók eiginlega eitt skriðskref líka. Svo lærði hún í seinustu viku að sýna hvað hún er stór. Hún er að drífa sig í að læra fullt af hlutum áður en Rakel kemur í heimsókn. Hlín, Biggi, Valtýr og Rakel koma sem sagt til okkar á mánudaginn og verða alveg fram á laugardag, það verður sko stuð. Maggý er síðan alveg ótrúleg á koppnum, hefur kúkað hátt í 30 sinnum í hann síðan hún var 6 mánaða (hún verður 8 mánaða í næstu viku). Við spáum því að hún hætti með bleiju fyrr en Anna Eir sem hætti 1,5 ára. Svo lærði Maggý að klappa í gær, það er allt í gangi þessa dagana. Hún er búin að vera óstöðvandi síðan, klappar í tíma og ótíma. Anna Eir var veik í fimm daga í vikunni, med hita og einhverja magaverki. Við fórum með hana til læknis á þriðjudaginn og okkur til mikillar undrunar þá hlustaði hann á okkur. Það hefur verið vandamálið hérna í Svíþjóð að læknarnir hlusta ekki ekki á okkur þegar við komum með okkar augljóst veika barn til þeirra. Hún þurfti því að fara tvisvar í blóðprufu í vikunni og var stunding samtals þrisvar í handlegginn, greyið litla. Það var hægt að sannfæra hana um að fara þó að hún vissi að það yrði vont og allt lék eiginlega í lyndi í bæði skiptin þar til það átti að fara að stinga hana, þá rak hún upp þessi líka skaðræðisöskur og hætti ekki fyrr en hún fékk að horfa á blóðið sem fór inn í slöngu og þaðan í tilraunaglösin. Þetta var næstum límmiðans og íssins virði held ég. Á fimmtudaginn gat ég ekki verslað með kortinu mínu. Ég var að sjálfsögðu afar hissa því ég átti að eiga helminginn af laununum mínum eftir. Ég varð enn meira hissa þegar ég kíkti á reikninginn minn og sá fullt af færslum á þremur dögum sem ég kannaðist ekkert við. Einhver náungi í Brooklyn hafði gert sér lítið fyrir og tæmt reikninginn minn, um 8000 SEK (150000 ÍSK). Ég hringdi að sjálfsögðu í bankann minn og lét loka kortinu mínu og var mér sagt að þeir vissu nú þegar fyrir visst að eitthvað svindl væri í gangi. Það góða er að ég mun fá þessa peninga bætta frá bankanum og vonandi næst þessi Brooklyn svindlari. þriðjudagur, september 22, 2009
Jaeja, eins og vel tengdir lesendur hafa vafalaust frett tha erum vid fjolskyldan a leidinni heim i efnahagshrunid. Adalastaedan er ad fullnyta kosningarett okkar thar sem 25% islendinga vidast vera bunir ad missa sjon, heyrn, fattara og sjalfsvirdingu og aetla ad halda afram ad kjosa flokkinn sem rustadi landinu. Og svo er eg buin ad fa rosa fina vinnu. Komum i november, aetlum ad bua i nordlingaholtinu. Velkomin i heimsokn! fimmtudagur, september 03, 2009
Ég gleymdi að nefna eitt aðalatriðanna í vikunni. Anna Eir þurfti að fara á sjúkrahús. Á sunnudaginn meiddi hún sig nefnilega í hægri fætinum þegar hún var að hoppa úr ca. eins metra hæð niður af forljótri styttu hérna á grasblettinum okkar. Það kom síðan í ljós að hún var með sprungu í einu beininu. Litla skinnið haltrar því smá núna en getur vel gengið og leikið sér. miðvikudagur, september 02, 2009
Eins og Auður bloggaði um seinast þá giftum við okkur um daginn; nánar tiltekið 13. ágúst, aftur. Við fórum ásamt Önnu Kristínu (vottur) og stelpunum til bæjarstarfsmanns Sundbyberg kommúnu, sem gaf okkur saman. Þangað mættu Halla saumaklúbbskona sem vottur og Robert maðurinn hennar sem ljósmyndari. Giftingin fór fram í litlu, mjög kósí herbergi og eftirá fórum við uppástrílaðar í Mörby centrum og fengum okkur að borða; við vorum nefnilega með lánsbíl og ætluðum að nýta hann í botn. Við vorum síðan búnar að boða slatta af fólki í picnic í garðinum í Ulriksdalshöll kl. 17 og ætluðum við að standa fyrir picnic veitingum. Uppúr kl. 16 byrjaði að rigna án afláts. Við neyddumst því til að hringja í ofboði í alla og beina þeim heim til okkar í 63 fm íbúðina. Hérna skáluðum við í freyðivíni, borðuðum grillaðar SS pylsur, laxasamlokur og osta/skinkusamlokur ásamt einhverjum berjum ásamt smá eftirrétti. Okkur áskotnuðust fjölmargar freyðivínsflöskur og rauðvín, ásamt olíulukt og innrammaðri mynd úr giftingunni, þrátt fyrir að við höfðum sagt fólki að koma tómhent. En við þökkum ákaflega vel fyrir allar gjafirnar, besta gjöfin var samt að fá ykkur öll heim til okkar að gleðjast með okkur. Veislan hefði ekki gengið svona greiðlega ef Anna Kristín hefði ekki verið gengilbeina hjá okkur, hún stóð sig svo vel að við gátum bara gengið um og spjallað við gestina allan tímann. Það er annars ýmislegt annað að frétta af stelpunum okkar. Anna Eir lærði loksins að hjóla í seinustu viku. Áður fyrr hafði hún getað stigið pedalana en ekki stýrt en núna getur hún bæði samtímis. Hún hjólar því stundum í leikskólann og búðina. Í gær lærði hún svo að róla svo maður þarf ekki að ýta henni. Og í morgun sýndi hún mér að hún kynni að hnýta hnú og ég hef ekki hugmynd um hvar hún lærði það. Henni hefur svo sem getað dottið það í hug sjálfri því undrabarninu okkar tókst að leysa eina af gestaþrautunum okkar á 30 sekúndum sem tók mig marga daga að leysa. Svo byrjaði Anna Eir á alvöru sundnámskeiði á sunnudaginn, ekki bara busl í gangi heldur alvöru sundtök. Maggý er líka á sundnámskeiði og finnst ægilega gaman. Hún verður ábyggilega álíka mikill selur og stóra systir. Maggý er alltaf sami engillinn, sefur vanalega alla nóttina og borðar eins og hestur. Stóra systir er sko átrúnaðargoðið hennar, langfyndnust í heimi. Maggý situr sjálf á gólfinu og leikur sér en dettur af og til :) Í dag var hún að myndast við að fara upp á hnén svo það eru spennandi dagar framundan. Svo hefur bæst við fullt af börnum. Magga Steina og Haddi eignuðust strákan sína tvo 27. ágúst. Til hamingju öll sömul. Og Ingimundur og Elísabet eignuðust sinn strák um miðjan ágúst. Til hamingju sömuleiðis. Kíkið endilega á myndir úr brúðkaupinu og fleira. laugardagur, ágúst 29, 2009
Jæja þá er ég búin að setja inn myndir frá Eiríki frá því að við vorum á Íslandi. Bráðum koma myndir frá Robert sem hann tók þegar við breyttum staðfestri samvist í hjónaband. Nú erum við jafngiftar og allir aðrir! sunnudagur, ágúst 02, 2009
fimmtudagur, júlí 30, 2009
Jæja, þá eru komnar nokkrar myndir úr íslandsferðinni. Ég er sumsé komin til svíþjóðar og er alein í kotinu sem er mjög leiðinlegt. Sætu stelpurnar mínar koma ekki fyrr en 12. ágúst en ég reyni að vinna og hitta fólk þangað til. Fleiri myndir síðar föstudagur, júní 12, 2009
Terroristinn spurði í kommentakerfinu við seinustu færslu hvað höfuðfætla væri. Það er ekki nema von að hann kannist ekki við það, allavega sagði mamma mér í gær að ég hefði ekki getað teiknað hring þegar ég byrjaði í 6 ára bekk :) Og þá ætti ég nú að hafa verið löngu komin yfir höfuðfætlualdurinn. Ég hef aldrei verið góð að teikna en Haukur aftur á móti hefur alltaf verið mjög fær að teikna, kannski hefur hann verið of góður og stokkið yfir höfuðfætlustigið og því ekki nema von að pabbi kannist ekki við þetta. Kæri faðir, höfuðfætlur eru höfuð með höndum og fótum, týpískar myndir hjá 4-7 ára börnum. Á morgun förum við Anna Eir og Maggý í samfloti með Berki til Íslands. Auður fer á ráðstefnu á sunnudaginn og kemur svo til Íslands á fimmtudaginn. Auður fer heim 28. júlí en við stelpurnar 12. ágúst með Önnu Kristínu. Nánara plan verður birt síðar. Kíkið á nýjar myndir hér. miðvikudagur, júní 10, 2009
Litla undrabarnid hun anna eir teiknadi fyrstu hofudfaetluna sina fyrir okkur um helgina. Reyndar var hun buin ad teikna fostruna sina i leikskolanum vikunni adur en her getid thid sed tha sem hun gerdi heima sunnudagur, júní 07, 2009
Maggý náði að velta sér einu sinni frá maga yfir á bak fyrir viku. Hún sýnir mikla hæfileika aðeins 3,5 mánaða gömul og hefur því verið sett í strangar æfingarbúðir þar sem markmiðið er að hún fari að ganga 6 mánaða og búi til sitt eigið tölvuforrit 3ja ára. Í vikunni fórum við Anna Eir með Jack vini hennar í sundlaugina við leikskólann þeirra. Þetta er útilaug með óupphituðu vatni en það virtist alveg vera þolanglegt að busla þar um stund og það var meira að segja erfitt að fá krakkana til að koma upp úr til að hlýja sér þrátt fyrir bláar varir og skjálfta. Sundlaugar eru megahitt! Í gær fögnuðum við þjóðhátíðardeginum okkar og fórum ásamt Yvonne (vinkona okkar úr billjardgenginu) á ríkisborgarahátíð okkur til heiðurs í einu af húsum Ulriksdalshallar, sem er hérna rétt hjá okkur. Við búum í Solna borg sem er úthverfi Stokkhólms og var öllum íbúum Solna, sem gerðust sænskir ríkisborgarar árið 2008, boðið til þessarar veislu. Sem betur fer mættu einungis 20 manns af 120 því nógu langan tíma tók að afhena hverjum og einum viðurkenningarskjalið :) Að sjálfsögðu enduðu herlegheitin á því að allir nýju Svíarnir sungu sænska þjóðhátíðarsönginn, sem er alls ekki svo slæmur, allavega er hann ekki nánda eins erfiður að syngja fyrir venjulegt fólk eins og sá íslenski. Ég er ekki frá því að mér líði örlítið meira sem Svía en á föstudaginn. Og í dag kusum við Auður þingmenn til Evrópuþingsins. Tvær nýjar myndir. Að lokum getið þið sýnt útlendingum þetta ef þeir vilja læra að tala um veðrið á íslensku. Viðkomandi útlendingar geta síðan notið hjálpar þessarar ágætis íslensku stúlku í fleiri myndböndum á youtube til að læra ýmsa fleiri frasa á íslensku. miðvikudagur, júní 03, 2009
mánudagur, júní 01, 2009
sunnudagur, maí 31, 2009
Einn morgunn fyrir um þremur vikum skrapp ég í badminton með Auði og svo borðuðum við hádegismat saman. Þegar ég kom heim var heljarinnar brunalykt í íbúðinni. Ég rauk beint inn í eldhús og sá að pastapotturinn, sem hafði staðið á eldavélinni fullur af vatni frá kvöldinu áður, var tómur og kolsvartur að innan. Líklegasta skýringin á þessu óhappi er að einhver hafi rekið sig í takkann á eldavélinni (líklega ég) eða að húsvörðurinn okkar hafi laumast inn eftir að við fórum og reynt að kveikja í. Það var allavega athyglisvert að það kveiknaði akkúrat á hellunni með pottinum. Íbúðin lyktaði ógeðslega í 2-3 sólarhringa og var ég með skálar með ediki út um allt (gamalt húsráð). Lífi pottarins tókst hins vegar ekki að bjarga. Í seinstu viku fórum við ásamt Örnu, Karvel og strákunum þeirra suður í ”Astrid Lindgrens värld”, sem er nokkuð stór skemmtigarður með húsum fígúranna í bókum Astridar, stöðugum leikritum auk annarra afþreyinga. Við vorum þarna í tvo heila daga og skemmtum okkur öll mjög vel þrátt fyrir skúrina báða dagana. Anna Eir er alveg heltekin af sögum og sat því alveg límd þegar leikritin voru í gangi. Lína langsokkur (fullt nafn Pippilotta Viktualia Rullgardina Krusmynta Efraimsdotter Långstrump) var auðvitað vinsælust og hápunktur ferðarinnar (og kannski ævi hennar) var þegar fyrirmyndir hennar, Lína, tók utan um hana svo ég gæti tekið mynd af þeim saman. Í ferðinni gistum við í tveggja hæða krúttlegu húsi á ofsalega fallegum sveitabæ og út um eldhúsgluggann blasti við stærsti hlynur Svíþjóðar. Á kvöldin þegar börnin voru sofnuð spilaði fullorðna fólkið langt fram eftir og var ég sú eina sem vann aldrei. Eftir þetta ókum við Auður og stelpurnar hálfa leið til Stokkhólms, gistum í Norrköping og eyddum öllum mánudeginum í dýragarðinum í Kolmården. Þar fórum við m.a. í safari þar sem við keyrðum í gegn hjá dýrunum. Það var ótrúleg lífsreynsla að hafa strúta og gíraffa 3 metra frá bílnum. Höfrungasýningin þeirra var líka frábært en restin af deginum fór bara í að dunda sér í gegnum garðinn. Þetta 5 daga ferðalag var fyrsta ferðalag okkar Auðar, Önnu Eirar og Maggýjar Nóu og gékk það alveg glymrandi vel. Það var ekkert rifist og stelpurnar voru til fyrirmyndar í bílnum, en það var ekki alveg fyrirséð að Anna Eir myndi vera svona góð, eitt stykki video ipod getur greinilega bjargað öllu. Og glóðheitar fréttir. Heimilislæknirinn okkar hringdi í okkur í gær, Anna Eir er með birkifrjókornaofnæmi. Ætlar þessum ofnæmum ekki að linna. Okkur grunaði þetta um daginn þegar Anna Eir var búin að vera með eitthvað í augunum í tvær vikur og stíflað nef. Greyið litla ofnæmisstelpan okkar. Hún er hins vegar ekki með ofnæmi fyrir köttum, hundum, hestum, ryki og myglu. mánudagur, maí 18, 2009
Númer tvö (eins og Maggý Nóa er stundum kölluð) varð þriggja mánaða seinasta miðvikudag. Hún er alltaf jafn glöð og yndisleg stelpa. Vaknar með bros á vör. Anna Kristín, ástkær tengdamóðir mín, kom í heimsókn til okkar á laugardaginn, hún er nefnilega á ráðstefnu í Umeo í dag og á morgun. Við Auður og Anna Kristín héldum því rosalegt Eurovisionpartý þar sem við ræddum hvert lag og gáfum því stig og héldum umræðunum meira að segja áfram eftir úrslitin. En ég verð nú bara að bæta því við að þessi Jóhanna Guðrún stóð sig alveg frábærlega. Ég trúði því innilega að hún myndi vinna, spáði henni fyrsta sæti enda var þetta ótrúlega vel sungið. Kíkið á nýju myndirnar úr apríl og maí miðvikudagur, maí 13, 2009
Is it true? Thannig spurdu saensku thulirnir thegar buid var ad tilkynna 7 lond sem komust afram i eurovision og island var ekki eitt theirra. Island hlytur ad komast afram sogdu thaeir. Thegar 9 landid var ekki island heyrdist ekkert annad island island i saensku thulunum! Atridid var btw gedveikt flott, rosalega vel sungid og allt gedveikt fagmannlegt, eg var aegilega stolt. Staersta dagbladid herna, DN gaf Yohanna 5 af 5 mögulegum fyrir keppnina i gaer og var islenska lagid eina lagid sem fekk tha einkunn (gagnrynandin gaf svium bara 3, hehe). Reyndar var einhver fylupuki med sand a othaegilegum stad i utvarpinu i gaer sem valdi islenska lagid sem eitt af 3 leidinlegustu logum allrar keppninar en vid hlustum ekki a svoleidis rugl. mánudagur, apríl 27, 2009
Til hamingju kæru Íslendingar með niðurstöður kosninganna. Þetta verður afar spennandi kjörtímabil. Núna ætla ég að segja ykkur sögu af týpískum Svía. Það er billjardvinkona okkar sem við Auður fórum í partý hjá á föstudeginum langa. Þegar við mættum heim til hennar (hún býr í blokk), rákum við augun í miða í anddyrinu sem á stóð að hún ætlaði að halda partý um kvöldið og ef einhver yrði fyrir óþægindum vegna þess þá væri viðkomandi velkomið að banka uppá eða hringja í hana og kvarta. Viðkomandi væri líka velkominn í partýið. Og á miðanum hékk poki með eyrnatöppum. Svíar eru soldið sniðugir. Ef maður tilkynnir restinni í húsinu af komandi partýi þá getur enginn agnúast út í mann, og vanalega bankar fólk nú ekki uppá og kvartar. En ef maður heldur partý og hefur ekki tilkynnt neinum, þá á maður von á að fá ljótar augngotur næstu daga á eftir. Þó er niðurstaðan fyrir nágrannana sú sama hvora leiðina sem maður fer. Heiðrún og Maggi voru aftur í heimsókn hjá okkur seinasta mánudag og stoppuðu alltof stutt (tæpa 2 daga) en það er mjög skemmtilegt að fá heimsókn á 2ja vikna fresti. Takið ykkur þau til fyrirmyndar og skellið ykkur í heimsókn til Stokkhólms. Maggý Nóa er svo meðfærileg og þægileg. Við vorum afar sáttar við hversu auðvelt var að svæfa hana áður en hún tók snuð, en núna er þetta algjört himnaríki. Þegar hún er þreytt þá tilkynnir hún okkur það með því að kvarta smá, þá legg ég hana í vögguna hennar, sting upp í hana snuðinu og fer fram. Litla hetjan okkar sofnar alveg sjálf á nokkrum mínútum án þess að mögla. Er hægt að hafa það betra!! Við erum fyrst núna að átta okkur á því hversu auðvelt það getur verið að eiga ungabörn, Anna Eir var nefnilega á hinum endanum á skalanum. Í gær leigðum við okkur bíl og keyrðum upp í sveit. Íslendingafélagið hafði skipulagt picknic á sveitabæ hérna skammt frá og fengu krakkarnir að skoða kindur og kýr og skreppa á hestbak. Anna Eir skellti sér á bak og var ekkert smeyk. Í morgun, þegar Anna Eir hafði lokið við morgunverðinn, kom hún til mín inn á bað og spurði hvort hún mætti fá eftirrétt (jógúrt). Ég leyfði henni það og þá spurði hún hvort grísinn (tuskudýrið hennar) mætti líka fá eftirrétt. Ég neitaði því hins vegar en þá spurði hún auðvitað af hverju grísinn mætti ekki fá eftirrétt. Ég sagði að það væri af því að grísinn væri ekki búinn að borða morgunmat. Hún rauk þá út af baðinu og heyrði ég hana dunda sér við matarborðið og spjalla soldið við grísinn þar til hún birtist aftur. ”Núna er grísinn búinn að borða morgunmat. Má hann núna fá eftirrétt?”. Það er auðvitað ekki hægt annað en að segja já þegar maður hefur svona krók á móti bragði en ég tók það sérstaklega fram að hún ætti ekki að opna jógúrdósina sem grísinn ætti, bara þá sem hún átti. Þegar ég kem svo fram þá eru báðar dósirnar opnar og ég bendi henni á það að ég hefði sagt henni að opna ekki jógúrtdós gríssins. ”Ég opnaði fyrir grísinn því hann gat ekki opnað sjálfur.” Aftur var ég tekin í bakaríið af 3ja ára barni. Og ég held að þetta verði ekki í seinasta skiptið. Kíkið á nýjar myndir hérna. fimmtudagur, apríl 16, 2009
Maggi og Heiðrún voru í heimsókn hjá okkur seinasta fimmtudag til laugrdags og koma aftur til okkar á mánudaginn. Við nýttum okkur þau og fórum í partý á föstudeginum, barnlausar. Barnapössunin gékk vel og kom Heiðrún Maggý uppá snuð sem hefur virkað merkilega vel síðan þá. Um helgina fékk Anna Eir páskaegg í fyrsta skiptið. Við fengum eftirfarandi málshætti: Sá vægir sem vitið hefur meira (Anna Eir) Spyr sá sem ekki veit (Auður) Betra er heilt en vel gróið (Emelía) Litli engillinn hún Maggý varð 2 mánaða á mánudaginn. Hún verður alltaf yndislegri og yndislegri. Hún brosir oft til okkar þessu sólskinsbrosi, spjallar heilmikið og er farin að slá í dótið sitt á fullu. Kíkið endilega á nýjar myndir. fimmtudagur, apríl 02, 2009
Loksins, loksins! Sænska þingið samþykkti í gær lög um ókynbundið hjónaband (könsneutral äktenskap). Síðan 1994 hefur samkynhneigðum í Svíþjóð gefist kostur á að skrá sig í staðfesta samvist (registrerat partnerskap) en frá og með 1. maí í ár sitja samkynhneigðir og ósamkynhneigðir við sama borð. Mér finnst þessar breytingar í sjálfu sér ekki merkilegar nema að því leyti að það það sé fyrst núna 2009 sem réttlætið sér dagsins ljós. Hver er fucking munurinn á að vera samkynhneigður og ósamkynheigður. Mér finnst allavega ósamkynhneigðir ekkert verri en ég. Seinasta laugardag mæltum við okkur mót við Andreas (billjardfélagi okkar) og son hans, Samúel, á þrælskemmtilegum róluvelli. Anna Eir var rosaleg á trampólíninu, skiptist á við 12 ára strák að hoppa. Við ætluðum að grilla okkur pylsur og hafa smá útilegufíling þegar við mættum en það kom ekki hiti í einnota-drasl-grillið fyrr en klukkutíma eftir áætlum og var það einungis skátahæfileikum og þrjóskunni í Auði að þakka. Á mánudaginn fórum við með Írisi (1,5 ára íslensk stelpa á deildinni hennar Önnu Eirar) og Huldu mömmu hennar að gefa öndunum brauð við Ulriksdalsslott. Við reyndum líka að fara seinasta föstudag í leiðinlegu veðri en þá voru endurnar að heiman. Vorið er hugsanlega komið til okkar, allavega var peysuveður í gær og í dag. Við lékum því við nágrannakrakkana og vorum með kaffitímann úti, voða kósí. Maggý Nóa fór í skoðun til læknis í gær. Hann potaði í hana á mörgum stöðum og var mjög ánægður með stúlkuna. Maggý var 5265 g og 57,5 cm og hefur því þyngst um 1510 g og lengst um 6,5 cm síðan fæðingu sem gerir um 200 g og 1 cm á viku. Anna Eir og Maggý fæddust nánast jafn þungar og langar. Núna er Maggý komin með ágætis fellingar á lærin og bulldog kinnar en á sama tíma var Anna Eir 5510 g og 60 cm og ældi samt eins og múkki. Við Auður erum örmagna í dag. Við fórum nefnilega í badminton í morgun, önnur okkar þarf soldið á hreyfingu að halda eftir óléttuna. Maggý Nóa var með okkur og svaf allan tímann eins og við stíluðum inn á, vonum að hún verði eins stillt í næstu skipti. Þrátt fyrir orkuleysið tók Auður upp á því að ljúka við barnakjól sem hún byrjaði á í saumi þegar hún var 13 ára. Kjóllinn hefur legið í næstum 20 ár uppi í skáp og tók það hana einungis 5 mínútur að leggja síðustu hönd á hann. Kíkið endilega á nýjar myndir miðvikudagur, mars 25, 2009
Mínir dagar ganga út á að fara með Önnu Eir í leikskólann kl. 9, leggja mig með Maggý í 1-2 tíma, horfa á The Ellen Show, horfa á Ugly Betty, ná í Önnu Eir kl. 15. Auður kemur vanalega um kl. 16 því greyið mætir klukkan 7 í vinnuna. Eftir að Anna Eir er farin að sofa (um kl. 20) þá horfum við Auður á eitthvað skemmtilegt saman. Sem betur fer erum við Auður með afar líkan smekk á sjónvarpsefni, svo okkur nægir eitt sjónvarp. Maggý Nóa vekur mig ca. þrisvar á nóttu og heimtar mjólk. Ég nýti þann tíma í að horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu (Ally McBeal er á nóttunni, þrælfyndið). Maggý drekkur bara og sofnar, ekkert mál, ég get því sjálf sofnað um leið og hún er búin að drekka. Kíkið endilega á þetta örstutta video með Portia de Rossi, það er soldið fyndið. sunnudagur, mars 22, 2009
Í vikunni var grein í stærsta dagblaðinu í Svíþjóð um verstu seðlabankastjóra Evrópu. Hver haldið þið að hafi verið í efsta sæti (og það var sérstaklega tekið fram að það væri engin samkeppni), okkar ástkæri Davíð Oddsson. Í 2.-8. sæti voru hálfgerð austantjaldslönd. Davíð ætti kannski ekki að setja þetta í CV-ið sitt. Maggý Nóa dafnar vel. Hún er farin að halda haus nokkuð vel og þykir orðið mjög leiðinlegt að liggja í vagninum sínum, hún vill að við höldum á henni svo að hún sjái eitthvað, hún þagnar sem sagt um leið og við tökum hana upp. Setti inn enn fleiri myndir hérna mánudagur, mars 16, 2009
föstudagur, febrúar 27, 2009
laugardagur, febrúar 21, 2009
Fyrsta vika Maggýjar Nóu hefur verið hin ljúfasta. Hún sefur ótrúlega mikið, í vöggunni sinni, innvafin í nýju dúnsængina frá Önnu ömmu og afa Þorvarði. Þess á milli drekkur hún og þegar hún er vakandi þá finnst henni gaman að horfa á mömmur sínar sem hafa oft fengið fallegt bros. Auður og Anna Eir byrjuðu í danskúrsinum sínum fyrir tveimur vikum en samtals eru 12 skipti. Þær fóru í sama kúrs fyrir ári en þá var Anna Eir heldur of lítil og hreyfði ekki litla putta fyrr en eftir 10 tíma :) Í morgun var Anna Eir alveg komin yfir feimnina og dansaði eins og herforingi. Eins og glöggir lesendur bentu á í kommentakerfinu eftir seinustu færslu þá þvældust hormónarnir eitthvað fyrir mér, auðvitað áttu Hlín og Ósk sín yndislegu börn í febrúar, ég endurtek, febrúar, ekki september. Kíkið endilega á nýjar myndir af Maggý Nóu mánudagur, febrúar 16, 2009
Halló, halló! Linkurinn inn á myndasíðuna var eitthvað að stríða okkur, er búin að laga hann. Kíkið endilega á nýju sætu stelpuna okkar. Við höfum það allar mjög gott. Við gistum fyrstu nóttina á sjúkrahúshótelinu, allar fjórar, mikilvægt fyrir stórusystur að fá að vera með sem fyrst. Maggý tók brjóst um leið og hún fæddist, tekur líka pela, sefur nokkuð vel, og kúkar, pissa og ropar alveg fullkomið. Við Auður höfum fengið alveg slatta svefn síðan á föstudaginn, svo við erum alsælar. Fyrstu 3 dagarnir hafa í raun verið auðveldari núna með 2 börn heldur en einungis Önnu Eir nýfædda því þá fengum við engan svefn. Anna Eir er mjög hrifin af systur sinni, alltaf að segja að hún sé sæt, klappar henni á höfuðið og vill halda á henni. Ekkert ykkar gat upp á réttu nafni, skrýtið, því þetta er svo augljóst. Maggý eftir Magga pabba hennar Auðar og Nóa eftir mömmu minni. Ég viðurkenni að Nóa var í erfiðari kantinum. Mamma heitir Hulda Björk Nóadóttir en skrifar alltaf Hulda Nóa. Þar hafið þið það. Ég býst við að einhver ykkar séu að velta fyrir ykkur hvernig á að beygja þessi fallegu nöfn. Þið getið fundið það hérna: Maggý, Nóa og Eir (það virðist standa í mörgum). Ég hafði nú hugsað mér að blogga seinasta föstudag en þá var ég aðeins upptekin. Málið er að Hlín ungaði út bollustelpunni Rakel 1. september og Ósk honum Þórarni Óskari 9. sept. Hamingjuóskir til foreldranna. laugardagur, febrúar 14, 2009
Jæja, þá er Maggý Nóa komin í heiminn. Hún fæddist 09:22 föstudaginn 13. febrúar og var 3755g og 51cm. Fæðingin gekk vonum framar og öllum heilsast vel. Mæðurnar og stóra systir hafa fengið sæmilegan svefn og Maggý litla er alveg til í að liggja ein í mömmurúmi. Við höfum aðeins svindlað og gefið henni smá þurrmjólk með því það er ekki komin mikil mjólk í brjóstin en hún er alveg til í að vera á brjóstinu þrátt fyrir það. Hér eru nokkrar myndir. fimmtudagur, janúar 29, 2009
Það er gjörsamlega ekkert að gerast hjá unga litla. Ég held að hann ætli að vera jafn óþekkur og Anna Eir en ég gékk 10 daga framyfir með hana. Þetta þýðir að ég mun hanga mest heima, éta og þyngjast og skrifa greinar næstu 2 vikur. Mér hefur þótt gaman af öllum nafnaágiskunum ykkar en ég ætla að gefa ykkur smá ábendingu. Þið eruð volg en hafið enn ekki giskað á rétt nafn. Og það er rétt hjá ykkur að ungi litli mun heita tveimur nöfnum. Haldið endilega áfram að giska. Aðeins meira að barnafárinu. Magga frænka mín eignaðist dúllustrák, sem heitir Byrnir Snær, 6. janúar. Og Sigga og Gilli eignuðust rosa sæta stelpu 9. janúar og heitir hún Telma Sóley. Til hamingju öll sömul. Og núna sitjum við Hlín og Ósk bara heima og bíðum eftir kallinu en Hlín var sett seinasta mánudag og Ósk er sett rétt á eftir mér. Kíkti í þessum töluðu orðum inn á mbl.is. Ég hef aldrei gefið mér tíma til að lesa neinar fréttir frá Íslandi öll árin mín hérna í Svíþjóð en ástandið seinustu daga hefur vakið smá forvitni mína. Það sem mér þótti athyglisvert og soldið fyndið í þetta sinn er athyglin sem Ísland fær vegna þess að búist er við því að Jóhanna Sigurðardóttir verði næsti forsætisráðherra. Ég fagna því heilshugar, hún er hörð og reynslumikil alþingiskona. Jóhanna yrði þá fyrsta konan sem gegnir forsætisráðherraembætti á Íslandi sem er nokkuð merkilegt, kannski ekki eins merkilegt og þegar Vigdís varð fyrsti kvenforsetinn í heiminum því margar konur hafa gegnt forsætisráðherraembættinu í sínum löndum. Erlendum blaðamönnum og bloggurum hefur þó tekist að gera þessar hugsanlegu breytingar að ótrúlega merkilegum hlut. Því er slegið upp að Jóhanna yrði fyrsti samkynhneigði forsetisráðherrann í heiminum sem er þó ekki satt ef marka má extrabladet en þar er nefnt að norðmenn hafi verið fyrstir árið 2002; Jóhanna yrði þó fyrsti lesbíski forsætisráðherrann. Allt er greinilega gert til að fanga athygli lesenda. Svo ég haldi nú áfram á semi-samkynhneigðum nótum. Ég var oft búin að heyra lagið "I kissed a girl" í útvarpinu og fílaði það strax án þess að hafa hugmynd um hvað það væri (ég næ almennt ekki textum í lögum, frekar mikil fötlun). Kíkti loksins á textann í dag og ætla að leyfa ykkur að njóta hans með mér. Það skemmir ekki fyrir að horfa og hlusta á videoið í leiðinni. mánudagur, janúar 26, 2009
Jæja, ef einhver orðin leiður á öllum krísum og kreppum þá er hér stutt frásögn úr lífi lítillar þriggja ára stúlku sem fór í afmæli um helgina hjá vini sínum. Jack átti sumsé afmæli um helgina var þriggja ára og í svíþjóð eru nottla venjur/reglur um það hvernig þriggja ára afmæli eru framkvæmd. Minnst tveimur vikum fyrir afmælið á að vera búið að senda formleg boðskort á þartilgerðum kortum til allra gesta. (það eru líka til reglur um hverjum á að bjóða). Gestirnir mæta svo á slaginu, allir í einu og afmælisbarnið rífur upp pakkana í forstofunni, þó foreldrarnir plani yfirleitt annað. Svo eru börnin látin borða eitthvað sykurlítið (t.d. pulsur) svo er "frjáls leiktími" í 15-30 mín, svo kökur. Aftur frjáls leiktími í 15-30 mín og loks eru gestirnir leystir út með litlum pakka til þess að gestirnir viti að þeir eigi að fara að koma sér heim, 2 klst eftir byrjun afmælisins. Þetta afmæli var eftir uppskriftinni nema að Anna Eir borðaði ekki pulsuna sína gat bara borðað litlar hafra/kakóbollur af kökunum (það var egg í rest) fékk eggjanammi í pokanum sínum sem mamma hennar át frá henni fékk appelsínusafa á pilsið sitt og labbaði heim á gammósíunum Fyrst og fremst: Gott hjá Bjögga! Svo smá dæmisaga úr svíaríki um markaðsöflin. Ég kaupi aldrei Jaffa appelsínur því þær eru framleiddar í Ísrael og ég er með prívat viðskiptabann á Ísrael þar til hernáminu og aðskilnaðarstefnunni þar verður aflétt. Það er því rosa þægilegt fyrir mig þegar búðirnar gefa upp framleiðsluland á til dæmis grænmeti og ávöxtum og svoleiðis sem ekki er í umbúðum þar sem hægt er að lesa um framleiðsluland. Í Svíþjóð er búðunum skylt að gefa upp framleiðsluland á öllum vörum og eftir að Ísraelar réðust inn í Gasa fyrir nokkrum vikum hefur salan á Ísraleskum vörum hrapað; það er ekki bara ég sem er með prívatviðskiptabann. En þar sem markaðurinn ræður og hagnaður er allt var það létt mál að stoppa þessi bjánalegu prívatviðskiptabönn. Búðirnar merktu bara Jaffa appelsínurnar og Ísralesku paprikurnar upp á nýtt þannig að þær fengu nýjan ríkisborgararétt og komu nú frá spáni. Hagnaður áfram, vandamálið úr sögunni. Þetta komst svo auðvita upp þegar einhverjir gáfaðir einstaklingar fóru að lesa á kassana sem "spænsku" ávextirnir og grænmetið höfðu komið í. fimmtudagur, janúar 22, 2009
Allir á völlinn! Ég vona að þið látið ekki grjótkastandi aumingja eyðileggja mótmælin og verðið með friðsamlegan hávaða áfram. miðvikudagur, janúar 21, 2009
Allir a vollinn! eg vona ad thid farid oll og motmaelid i dag, jafnvel tho ad logreglan geti radist a ykkur fyrir ad hafa hatt til ad vernda "vinnufrid" althingis. Og enn og aftur: edlileg vidbrogd logreglu vid havadaseggjum er ekki ad berja tha i hausinn med kylfum. þriðjudagur, janúar 20, 2009
fimmtudagur, janúar 15, 2009
jæja, lesendur eru enn farnir að kvarta þannig að nú kemur smá fréttaupdate frá okkur. Við erum búnar að breyta heilmikið i íbúðinni, færa borðstofuborðið og setja upp alla ikeaskápana. Tölvan okkar er nuna inni í stofu og svefnherbergið okkar Emelíu er núna SVEFNherbergi, ekki svefnherbergi/tölvuherbergi/matarbúr/ruslakompa eins og áður. Ég á eftir 2 vikur í gömlu vinnunni minni, hætti þar eftir sex ára strit. Er enn að gera tilraunir fyrir greinina sem ég ætla að klára áður en ég hætti og er byrjuð á nýju verkefni. Veruleikafirringin er algjör... Emelía er algjörlega kasólétt núna og gengur frekar hægt að hreyfa sig. Hún harðneitar samt að fara í frí þó það taki hana einn og hálfan tíma að rölta sér í hverfisbúðina okkar. Við sjáum til hvað hún endist lengi. Áætluð koma Unga litla er 1. febrúar, það er alveg tilvalið fyrir ykkur að skilja eftir komment hérna og giska á nafn. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir rétt svör; gisting fyrir tvo í Stokkhólmi 2009 eða 2010. Við Anna Eir erum búnar að skrá okkur aftur á dansnámskeið, það sama og í fyrra. Þá hélt ég á henni allan tímann og hoppaði með hana í fanginu 10 skipti af 12, hún harðneitaði að dansa, þannig að við ætlum að reyna sama kúrs í ár og sjá hvort henni gangi ekki betur núna. fimmtudagur, janúar 08, 2009
miðvikudagur, janúar 07, 2009
þriðjudagur, janúar 06, 2009
Við höfum staðið í ströngu við að endurinnrétta hjá okkur. 2. janúar vorum við 5 klst í IKEA, 3. og 4. janúar vorum við samtals 24 klst að skrúfa saman húsgögn. Það var hræðilega leiðinlegt en Anna Eir var mjög stillt og fékk meðal annars að leika hjá nágrönunum í smá tíma. Við setjum bráðum inn myndir af því. Nú koma hins vegar nokkrar myndir frá heimsókn Huldu og Eiríks og Önnu Kristínar og Þorvarðar og frá jólum og áramótum (fleiri síðar). föstudagur, desember 12, 2008
fimmtudagur, desember 04, 2008
Af einhverjum ástæðum finnst mér óhlýðni borgara eða mótmæli vera göfugur gjörningur. Það er kannski því að ég fór í keflavíkurgöngur oþh á mótunarárunum (2-10 ára). Það er rétt að mótmæla. Samt fór ég á mínum fáu fullorðinsárum á Íslandi bara tvisvar og hálfu sinni og mótmælti. Hálfa skiptið voru mótmæli gegn áfengiseinkasölunni á Íslandi sem skipulögð voru af (ég skammast mín) heimdalli og snérist um þrjá vatnsgreidda verslinga sem höfðu keypt kippu af bjór og seldu hana á Ingólfstorgi. Það var á þeim tíma sem Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson voru með morgunþætti á X-inu og sáu allt út um gluggann hjá sér í gamla morgunblaðshúsinu. Ég flýtti mér úr HÍ og niður á Ingólfstorg til að mótmæla, þó það væru heimdollurollurnar en þegar ég kom þangað var löggan að reka sölumenninna í burtu og búin að gera bjórin upptækan. Jón Gnarr var líka mættur út og lýsti mér sem ógæfukonu í beinni þar sem ég var nú líklega eini væntanlegi viðskiptavinurinn. En mánuðum áður en þetta gerðist mætti ég með mínum fv. á alvörumótmæli á Ingólfstorgi. Þau snérust um viðskiptabann bandaríkjamanna á Kúbu, við höfðum æft okkur að hrópa Kúbasíjankínó og svoleiðis. Það mættu ca. 50 manns til að mótmæla, 35-40 óhlýðnir borgarar og 10 eða 15 löggur. Löggurnar voru samt ekkert að mótmæla, þær voru í viðbragðsstöðu ef afturhaldskommarnir skyldu nú fara að beita ofbeldi(?). Allavega, það voru nokkrar ræður sem byrjuðu klukkan 18, m.a. Steingrímur J en við heyrðum nánast ekki neitt því það var verið að þrífa gamla morgunblaðshúsið með háþrýstidælu að utan. Sammótmælendur mínir, sem höfðu fengið mótmælaleyfið, voru pirraðir og kenndu löggunni um hávaðan, en smáborgarinn í mér sem ekki er mjög óhlýðinn, hugsað "en vandræðalega illa skipulagt". Þegar ræðurnar voru búnar fórum við í mótmælagöngu að bandaríska sendiráðinu við Laufásveg, einhverjrir voru með spjöld, þetta var sko alvöru, og við hrópuðum kúbasíjankínó, löggurnar eltu. Við bandaríska sendiráðið hringdi einhver hugrakkur bjöllunni, mig minnir til að afhenda mótmælaskjal, og við æptum kúbasíjankínó eins hátt og við gátum. Ef einhver var inni í sendiráðinu heyrði viðkomandi ekki í okkur því ákkurat á þessum tímapunkti þurfti náttúrulega að þrífa bandaríska sendiráðið að utan með háþrýstidælu. Einum óhlýðnum borgara fannst þessi aðför að rétti hans til að mótmæla friðsamlega svo ósvífinn að hann slökkti á háþrýstidælunni og stal lyklinum. Var í kjölfarið handtekinn og keyrður burt af löggunni. Mótmælin leystust upp. Þannig var lýðræðið í þá daga. Hin mótmælin sem ég man eftir að hafa mætt á á Íslandi voru þegar öðrum mótmælendum, gulum, var þvingað inn í íþróttahús út á landi því ráðamaður frá Kína í opinberri heimsókn á Íslandi krafðist þess. Það mættu miklu fleiri á þessi mótmæli, en enginn æpti falunggongsikinano og það voru ekki mörg mótmælaspjöld. Fólk brosti hálfvandræðalega til hvers annars, svona afsakandi, eins og það vissi ekki hvernig það ætti að vera, kynni ekki alveg að vera ósammála "sterku leiðtogunum" sínum. Löggan mætti líka á staðinn þarna en hlutfallið löggur:mótmælendur var mun lægra. Enginn stemning en engar háþrýstidælur heldur. Afturhaldskommatittirnir líka í miklum minnihluta. Ég vona að ef svo illa hefði viljað til að ég hefði flutt til íslands í ár eða á síðasta ári eins og hefði getað gerst, að ég mætti á mótmæli, helst á hverjum laugardegi, jafvel oftar. En kannski hefði ég lömuð fylgst með því hvernig okurlánið á geðsýkislegu vöxtunum sem ég tók til að kaupa allt of hátt verðlagða íbúð, hækkaði og hækkaði með hjálp verðtryggingarinnar á meðan virði íbúðarinnar lækkaði og lækkaði. Bara setið heima, ekki getað gert neitt. En vonandi hefði ég mætt við alþingishúsið amk einu sinni með spjald sem á stæði: "Verðtrygginguna burt". miðvikudagur, desember 03, 2008
Ég ætla að deila með ykkur stórkostlegu húsráði. Það má vel vera að þið hafið heyrt þetta áður, ég læt samt vaða. Önnu Eir tókst að klína tyggjói í nýju flauelsbuxurnar sínar um daginn. Ég reyndi húsráðið að frysta buxurnar og síðan mylja tyggjóið úr en tyggjóið varð aldrei nógu hart svo að þetta gengi. Ég setti meira að segja buxurnar í -80°C frysti í vinnunni en samt gékk ekki að mylja tyggjóið úr. Þá prófaði ég húsráðið hennar Hlínar vinkonu, setti olíu á tyggjóklessuna og nuddaði með svampi. Og viti menn, þetta svínvirkaði. Ég gat þá líka náð tyggjóklessunni úr nýja jólasokknum hennar Auðar og baðmottunni okkar en Anna Eir missti tyggjóið sitt á baðmottuna sem Auður steig síðan á. Þá vitið þið það. Það var sett kossabann á mig alla seinustu viku. Anna Eir neitaði að kyssa mig góða nótt og sagði alltaf: "du er með svo blautan koss, mamma". Á meðan Auður fékk alvöru kossa þá fékk ég bara fingurkossa. Eftir að ég hafði sýnt fram á betrun í þessum málum (þurrkaði mér alltaf um munninn áður en ég átti að kyssa hana og lofaði að þetta væri þurr koss) þá var ég aftur í náðinni :) Setti inn nokkrar myndir af Önnu Eir. Jóladagatalið er ævafornt, en Auður fékk það frá ömmu sinni í Sandvík þegar hún var lítil stúlka. mánudagur, desember 01, 2008
Var að lesa fréttirnar á Íslandi. Hvernig í veröldinni getur sjálfstæðisflokkurinn verið með 21% fylgi? Var verið að hringja upp úr símaskránni í farsímanum hans Dabba? 21% þýðir nefnilega 46487,3 íslendingur styður ennþá sjálfstæðisflokkinn. Flokkinn sem er búin að ráða öllu í 20 ár og er þar með ábyrgur fyrir því sem gerist núna. Það vantaði að minnsta kosti ekki sjálfshólið þegar vel gekk. ”Ég vissi ekkert” er alveg jafnglæpsamlegt þegar maður á að vera að stjórna landi, og það er líka ljótt að ljúga. Eina útskýringin sem ég sé á þessari undarlegu niðurstöðu skoðanakönnunnarinnar er að aðrir valmöguleikar eru kannski ekkert mikið skárri. En samt. 46 þúsund manns sem enn styðja klíkukóngana, það er mjög erfitt að trúa því. Ég segi nú bara sjálfstæðisflokkinn undir fimm prósentin, þessi regla er einmitt til fyrir svona tilvik. mánudagur, nóvember 24, 2008
Orð gærdagsins hjá yngsta meðlimi fjölskyldunnar: "Þegar Auja mamma er dauð þá kan hún ekki labba. Þegar ég er dáin þá kan ég ekki labba. Þegar Emelía mamma er dáin þá kan hún ekki labba." Við vitum ekki alveg hvers vegna þessar hugsanir vöknuðu en aðspurð sagði hún að ég hafi sagt sér þetta (sem ég kannast nú ekkert við). Og um helgina sagði Anna Eir eftirfarandi þegar hún vildi ekki borða kvöldmatinn sinn: "Ég kan ekki borða þetta, ég er með ofnæmi." Mæður hennar féllu að sjálfsögðu ekki fyrir þessu enda voru engin egg í matnum. Það er kominn alveg heljarinnar vetur hjá okkur, þykkt lag af snjó síðan á aðfararnótt laugardagsins og bætist við á hverjum degi. Eins og við sögðum ykkur örugglega frá fyrir hálfu ári þá gerðumst við sænskir ríkisborgarar. Þessa ákvörðun tókum við áður en ástandið á Íslandi var alkunna (og einungis vegna þess að við gátum haldið íslenska ríkisborgararéttinum samhliða) og sjáum að sjálfsögðu ekki eftir því núna. Í seinustu viku fengum við svo sænsku passana okkar og ættum því að geta ferðast óhindrað um heiminn án þess að vera grunaðar um að vera hryðjuverkamenn. Það er kannski ekki verra að geta sagst vera Svíi þegar það hentar. Er búin að setja inn nokkrar nýjar myndir af Önnu Eir og úr útskriftarveislu doktorsins. Meira um Svía og Kreppuna á Íslandi. Þetta var í grínþætti í útvarpinu áðan: kvenrödd: En ísland, tölum aðeins um ísland. Heldurðu að ástandið verði eins og í argentínu þar sem fólk fór algjörlega út í vöruskipti? Karlrödd: Hvað meinarðu? Íslendingar áttu bara banka og fisk, nú eiga þeir bara fisk. Á hverju ættu þeir að skipta? Fiskur fyrir fisk. Kvenrödd: þeir eiga nú íslenska hesta karlrödd: og hvað ættu þeir að gera við þá? Vera með á ólympíuleikunum, 'góðir gestir, nú verða allar hindranirnar lækkaðar því Íslendingar ætla að keppa' og svo framvegis. Talandi um að sparka í liggjandi frænda sinn... Var að lesa kreppufréttir frá Íslandi m.a. um FL-group og Glitni og fannst áhugavert að upplýsa ykkur um hliðstætt dæmi frá svíþjóð. Í síðustu viku var bankaleyfi Carnegie bankans hér afturkallað því þeir höfðu lánað einkaaðila 1.3 milljarð SEK án tryggingar. Ef eftirlit með fjármálastofnunum á íslandi hefði virkað eins og hér í Svíþjóð hefði Glitnir misst sitt leyfi strax í fyrra þegar eigendurnir fengu lán hjá sjálfum sér án tryggingar. Hver veit hvað þá hefði komið í ljós varðandi Glitni og jafnvel hina bankana? miðvikudagur, nóvember 19, 2008
Núna er Aujan mín orðin doktor. Þvílíkt og annað eins sem vörnin hennar gékk vel. Ég hef nú farið á margar doktorsvarnir og fannst Auður bera af, hún var afslöppuð og heimilisleg (tók úr sér spennurnar og sveiflaði þeim í kringum sig og setti þær stundum upp í sig) og svaraði alveg ótrúlega vel, auk þess sem hún spurði andmælandann sinn einnar spurningar varðandi hans grein (þetta er fyrsta skiptið sem ég verð vitni af því að verjandinn snúi svona líka vörn í sókn). Vörnin tók um 2 tíma og 40 mínútur og leiddist mér alls ekkert. Eftir kampavínsdrykkju drógum við alla hungruðu Íslendingana á hamborgarastað háskólans og síðan heim að hvíla okkur fyrir partýið um kvöldið. Allir íslensku gestirnir voru virkjaðir í að skreyta salinn og leggja á borð og var bara mjög góð stemning um kvöldið ef frá er talin undarleg lykt sem gaus upp af og til þegar eldhúsið var opnað en skv. starfsmönnum salarins þá sprakk klóakrör tveimur dögum áður. Sem betur fer keyptum við ekki mat af salnum svo litlar líkur voru á matareitrun. Allt gékk eins og í sögu, maturinn var glymrandi góður og eftirmaturinn sömuleiðis. Ræðurnar voru alveg frábærar; Auður amma lofaði Aujuna sína og þakkaði Svíunum fyrir að sjá um okkur þessi ár; andmælandinn hennar Auðar þakkaði fyrir að hafa verið beðinn að eiga þátt í að útskrifa svona kláran stúdent (þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð að andmælandi haldi ræðu); Pär, prófessorinn hennar Auðar, var með hálfgerða leiksýningu þar sem hann lýsti Auði með hjálp af dúkku og alls konar fylgihlutum sem hann hengdi á hana; og svo var sjálf móðir nýdoktorsins, Anna Kristín, með lofræðu aldarinnar, en að sjálfsögðu var allt satt sem þar fór fram. Ég hafði nú hugsað mér að halda ræðu sjálf (var samt ekki búin að útbúa neitt) en eftir þessa stórkostlegu ræðu hjá tengdamóður minni þá hætti ég snarlega við. Veislan stóð frá kl. 18 til klukkan 1 um nóttina en þá fóru ungu Íslendingarnir í eftirpartý í 18 fm íbúð sem við Auður fengum að láni hjá barnapíunni okkar. Óléttu kellurnar (Hlín og ég) létu sig ekki vanta í gleðskapinn en lognuðust hægt og sígandi útaf á vindsænginni um 4 leytið. Kíkið endilega á myndir frá útskriftardeginum og nokkrar myndir af Önnu Eir . Læt fylgja með orð gærdagsins. "Vond lykt mamma. Du ska þvo din rass og inte prumpa meira." Sagði Anna Eir eftir að Emelía mamma hennar hafði prumpað inni í herberginu hennar þegar hún var að fara að sofa. sunnudagur, nóvember 02, 2008
Jæja, æm on fæer, nú eru komnar nýjar myndir (reyndar bara fjórar). Anna Eir fór á grímuball áðan með skegglausum jólasveini hjá íslendingafélaginu. Hún var prinsessa (ekki sú eina) og fannst hún svakalega fín. laugardagur, nóvember 01, 2008
Jæja allir, nú ætla ég loksins að blogga smá. Er dauðleið á að lesa fyrir útskriftina. Í nýjustu fréttum er að ég er núna búin að fá ritgerðina mína úr prentun og heppnir lesendur fá kannski glaðning í póstinum á næstunni. Við eigum annars von á nokkrum fjárglæframönnum frá Íslandi sem ætla að koma í útskriftina, voða stuð. Þeim verður hrúgað 7 saman í 17 fm íbúð og látnir þræla á lágmarkstaxta meðan þeir eru hér. Anna Eir er víst aðalóþekktarormurinn í leikskólanum. Hún er alveg hræðilega stríðin og yrðir ekki á leikskólakennarana nema "Vanessa, panessa" eða "Tulin, Pulin" o.s.frv. nema þá helst með því að kalla þær pönnuköku. Hún og vinur hennar hafa strokið úr gönguferð með leikskólanum, þvegið sér um hárið með uppþvottalegi og kastað húfunum sínum yfir í næsta garð við leikskólann. Þetta er bara það sem leikskólakennararnir segja okkur, á alveg von á að það sé meira. Í gær var lokað á leikskólanum eftir hádegi og Anna Eir fór með mér í Háskólann til að hitta mann og negla upp ritgerðina mína (hefð sem Marteinn Lúter byrjaði á). Þið getið séð þetta á myndinni. Anna var rosalega stillt og vakti aðdáun nördana sem við hittum með balletsýningu og 50 umferðum af "här kommer pippi långstrup tjulla hej tjulla hej tjulla hoppsasa". Hún ætlar að verða stjarna. föstudagur, október 03, 2008
Aujan mín fór frá okkur í dag, en hún er væntanleg aftur á mánudaginn. Hún skrapp aðeins til Spánar til að vera viðstödd brúðkaup hjá Lola vinkonu sinni á morgun. Það eru allavega 2 aðrir samdoktorsnemar Auðar sem fara, sem hlýtur að benda til þess að laun doktorsnema í Svíþjóð eru óhóflega há :) Annars gengur líf Auðar að miklum hluta út á doktorsritgerðina og seinustu greinina sem hún ætlar að hafa með í ritgerðinni. Þetta er allt að koma hjá henni en hefur hún verið afskaplega dugleg og mjög lítið stressuð. Ritgerðin á að fara inn í prufuprentun á þriðjudaginn og viku síðar verður hún prentuð fyrir almenning. Jæja, ætli það sé ekki kominn tími á að ljóstra upp um kynið á unga litla, þið hafið verið svo dugleg að giska. Því miður er kommentakerfið okkar niðri núna en ég man glögglega að flestir giskuðu á strák og verð ég að hryggja ykkur með því að þið töpuðuð illilega. Ungi litli er gullfalleg og spræk stelpa. Ungi litli veifaði til okkar, hreyfði alla útlimi, snéri sér og drakk vatn í sónarmælingunni. Þvílíkt sem litla stelpan okkar var falleg. þriðjudagur, september 23, 2008
Um helgina hittum við Valda (móðurbróður minn) og Anne (konuna hans) niðri í bæ. Þetta var engin tilviljun, Valdi hringdi í mig og sagðist vera í Stokkhólmsferð með vinum sínum en Valdi og Anne búa norðarlega í Noregi. Við ákváðum því að hitta þau þó stutt hefði verið og var þetta í fyrsta sinn sem Anna Eir sá þau. Henni leist ekkert á þennan frænda sinn en var orðin sæmilega kumpánleg við Anne eftir rúman klukkutíma :) Á morgun förum við í sónar en þá er ungi litli 20,5 vikna. Það er því um að gera að skrifa í kommentakerfið hvers kyns þið teljið að ungi litli sé áður en þið fáið að vita það. Það er aldrei að vita nema við látum unga litla heita eftir þér ef þú hefur rétt fyrir þér ;) föstudagur, september 19, 2008
Fyrir viku fórum við Auður í útskriftarveislu hjá Lola, vinkonu Auðar úr vinnunni. Það var reglulega gaman að fara eitthvert saman og vorum við meira að segja alveg þokkalegir stuðboltar, fórum ekki fyrr en um 1 leytið enda vorum við með barnapíur. Maarja (vinnufélagi minn) og Farid (kærastinn hennar) sáu um Önnu Eir. Fyrst var Anna Eir smá smeyk við Farid í fyrstu, hann neyddist til að sitja lengst frá henni við matarborðið, en þau fóru fljótt að leika sér saman eftir að við yfirgáfum svæðið. Því miður eru Maarja og Farid búin að kaupa sér íbúð og flytja úr hverfinu okkar í lok október, þvílík eigingirni :) Hvað gerum við þá, Maarja er búin að vera áreiðanlegasta barnapían okkar. Þegar Anna Eir vaknaði á laugardeginum, þá sagðist hún ætla að fara að leika við Maarja og Farid, og á sunnudeginum var hún búin að semja lag um þau. Það hlýtur því að hafa verið mjög gaman hjá þeim. Á mánudaginn átti Aujan mín afmæli, varð 31 árs. Við gerðum ekkert sérstakt þann dag, Anna Eir var með hita svo við tvær hengum heima. Þegar hún var vakandi grét hún af kvölum þar til paracetamolið kikkaði inn. Auður var búin að taka forskot á sæluna daginn áður, opnaði alla pakkana. Anna Eir gaf henni Sushi kit (Sigga, þú verður að koma í heimsókn), ég gaf henni flíspeysu og svo gáfum við henni Sushi bók saman. Ungi litli stækkar og stækkar og er orðinn mjög duglegur að hreyfa sig. Auður er löngu farin að finna fyrir spörkunum og við sáum þau meira að segja í vikunni. Snævar og Sigrún eignuðust rosa sætan strák, hann Sindra Gústaf, 27. ágúst og ætlum við að fara að skoða hann eftir 3 vikur. Búin að setja inn fleiri óléttumyndir og myndir af Önnu Eir. miðvikudagur, september 03, 2008
Anna Eir er stundum í ímyndunarleik. Eldar stundum mat handa okkur og setur á disk, eða býður okkur upp á kaffi og kökur, eða lætur okkur hafa stein, sem á að vera pez, að borða. Í gær hélt hún á loki af safafernu og sýndi okkur til skiptis (ímyndaða) ánamaðkinn sem var þar í. Fyrst hún er svona góð að ímynda sér þá fór ég að segja eitthvað undarlegt við hana: "Sko ánamaðkurinn er að blása sápukúlur" og hún samsinnti því. Svo spurði ég hana: "Af hverju er hann grænn?" Hún leit ofaní lokið, svo á mig og sagði alvarlega: "Hann er ekki grænn. Hann er blár og gulur." Algjör snillingur þetta barn. Pingu týndist í seinustu viku. Anna Eir fór í skógarferð með leikskólanum og varð Pingu einhvers staðar eftir, greyið. Við erum búnar að fara tvistar og leita og leikskólinn fór einu sinni en ekkert bólar á Pingu. Og ég sem hélt að Pingu væri ódauðlegur, hann hefur farið með okkur í flestar utanlandsferðir og var einn af fjölskyldunni. Anna Eir tekur þessu samt bara vel enda á hún sko heilan helling af tuskudýrum. Í seinustu viku opnuðum við Anna Eir baukinn hennar í fyrsta skiptið, hann var vel fullur og innihélt rúmlega 1000 sænskar krónur. Hún fékk því að kaupa sér eitthvað fyrir 300 kr fyrir að hafa verið svona dugleg að safna og afgangurinn fór inn á banka. Fyrir peninginn (mikið klink í poka) var hægt að kaupa sér Pippi bakpoka, plastdýr og hring. Hér getið þið séð bumbumynd og hér myndir af prinsessunni okkar. þriðjudagur, ágúst 26, 2008
Ætla bara að tilkynna ykkur að stelpan þeirra Ömma og Þóru kom í heiminn 21. ágúst og getið þið kíkt að snúlluna hérna. Er líka búin að setja inn link á síðuna þeirra undir Gríslingar. Til hamingju með stelpuna, hún er rosalega sæt. þriðjudagur, ágúst 19, 2008
Erum búnar að setja inn fleiri myndir frá Íslandsferðinni, þó er þetta bara lítið brot af þeim myndum sem teknar voru: júní og júlí Settum líka inn afar merkilegar myndir þar sem glögglega má sjá að von er á alveg sérlega fallegri viðbót við fjölskylduna okkar. Anna Eir kallar viðkomandi "litla bróður" og ætlum við að halda okkur við það þar til annað kemur í ljós eftir mánuð: litli bróðir Kata, Ari og Ásta Kristín komu í heimsókn til okkar fyrir tæpum 2 vikum og stoppuðu yfir helgi. Það var rosalega gaman að fá þau hingað. Anna Eir og Ásta Kristín náðu mjög vel saman frá fyrstu mínútu. Anna Eir tekur þessu stóru frænku hlutverki mjög hátíðlega og var stöðugt að stjórna Ástu Kristínu ;) Þetta er kannski létt verk núna þegar maður á bara eina litla frænku en von er á fleiri gríslingum á næstunni, svo næsta ár verður strembið hjá Önnu Eir. Það var mikið spilað (aðallega hinir því ég fór svo snemma að sofa yfirleitt), farið í dýragarðinn og tívolíið. Haukur litli ætlar svo að koma í heimsókn til okkar á morgun en svo er enginn búinn að tilkynna sig fyrr en á útskriftinni hennar Auðar, 14. nóvember. sunnudagur, ágúst 03, 2008
föstudagur, júlí 18, 2008
Sælir kæru lesendur! Ég vil bara þakka ykkur kærlega fyrir innlitið og kveðjurnar í gær. Nú er ég loksins orðin 32 ára en ég er búin að tilkynna fólki það í marga mánuði að ég sé 32. Ætli ég fari þá ekki bráðlega að svara að ég sé 33. Það var örlítið kaffi og kökur á Álfhólsveginum sem við mamma og Auður gerðum og sem betur fer var nánast allt borðað. Nú er bara ein vika þar til við förum heim til Svíþjóðar og ég held ég geti svarað fyrir okkur allar að okkur langi nú að vera lengur hérna. Það eru allir svo góðir við okkur. Þá er bara um að gera fyrir þau ykkar sem viljið hitta okkur að koma í heimsókn á Álfhólsveginn. miðvikudagur, júlí 09, 2008
Sælt gott fólk! Ekki býst ég við að nokkur maður lesi þetta, allir örugglega úti í sólinni, allavega er gott veður í Kópavogi upp á hvern einasta dag. Við erum sem sagt enn á Íslandi, lengdum ferðina okkar um 3 vikur og förum því aftur til Svíþjóðar föstudaginn 25. júlí. Við bregðum þar með útaf þjóðhátíðardagaferðalaginu okkar en ég hef ekki getað fundið að neitt land eigi 25. júlí að þjóðhátíðardegi. Við fílum okkur allar rosalega vel hérna. Auður er formlega í vinnunni, tengist vinnunetinu sínu héðan og er að skrifa grein, rosa dugleg. Anna Eir er alltaf að dunda sér með einhverjum af ömmum sínum og öfum, er mikið úti og er orðin soldið brún. Hún er algjör sunddrottning, hefur farið margoft í Kópavogslaugina í allar rennibrautirnar og finnst sú stærsta og hraðasta lang skemmtilegust. Að sjálfsögðu fer hún alein, á maganum eða bakinu, afturábak eða áfram. fimmtudagur, júní 12, 2008
Get ready, við komum til Íslands 17. júní og förum til baka til Sverige 4. júlí. Við höfum ákveðið að ferðast aðeins á þjóðhátíðardögum héðan í frá. Munið íslenska gsm númerið okkar: 6638632 Hringið endilega í okkur. Komnar nokkrar nýjar myndir hérna. Láttu okkur vita í kommentakerfinu hver er með ljótustu grettuna. sunnudagur, júní 08, 2008
Hérna koma seinustu myndirnar úr Króatíuferðinni. Við gistum allan tímann í 50 þúsund manna bænum Dubrovnik í Króatíu en Auður var á ráðstefnu fram á þriðjudag í pinku litlum bæ, Cavtat. Íbúðin okkar var rosalega fín enda húsið byggt fyrir 6 árum. Við vorum staðsettar á litlum tanga sem við náðum að ganga hringinn í kringum, alls staðar var ströndin ofsalega falleg og vatnið ótrúlega tært. Við nutum þess að vera í fríi og borðuðum nánast alltaf úti í hádegis- og kvöldmat. Þess á milli fórum við á ströndina að leika okkur, leituðum að fallegum steinum (aðal áhugamál Önnu Eirar) og syntum smá. Sjórinn var í það kaldasta fyrir okkur Auði en við létum okkur hafa það að kafa nokkrar mínútur og skoða fiskana í höfninni (það var mikið líf þarna). Einnig skoðuðum við gamla bæinn og hlupum á eftir dúfunum á ráðhústorginu. Ég held að Anna Eir hafi fílað það í tætlur að vera í Dubrovnik, hitinn var ekki óbærilegur og hún fékk ís á hverjum degi. laugardagur, júní 07, 2008
Jæja þá erum við komnar frá króatíu. Við höfðum það rosa fínt, hér eru nokkrar myndir. Fleiri síðar. miðvikudagur, maí 28, 2008
Aujan mín fór til Króatíu í morgun til að vera viðstödd ráðstefnu síðar í vikunni. Við Anna Eir förum síðan til hennar á laugardaginn og verðum allar saman í viku. Fullt af nýjum myndum komnar: Apríl Maí miðvikudagur, maí 14, 2008
Það er alveg magnað hversu vel umferðin gengur hérna. Ég hef ekki séð eitt einasta slys og það er þrátt fyrir að kanarnir keyri hratt, oft í rassgatinu á næsta bíl og gefa ekki stefnuljós. Einnig virðast þeir meira afslappaðir en Íslendingar á flautunni og að spenna beltið er þeim óviðkomandi hugtak. Þegar ég flaug hingað gleymdi ég að setja naglaklippurnar mínur niður í tösku og var örlítið hissa þegar mér var hleypt með þær í gegnum öryggishliðin í Stokkhólmi og París. Ég hélt að öryggið væri orðið svo gríðarlegt að maður mætti ekki fara með neitt oddhvasst í flugvélarnar. Reyndar er nú margt fleira verra en þessar litlu naglaklippur, margir ferðast með penna og svo er hægt að kaupa allan andskotann á sjálfum flugvöllunum. Einnig fengum við stálhnífapör í flugvélinni, ég hefði getað sagað einhvern á háls með þeim en ætli viðkomandi hefði ekki verið búinn að buga mig áður en hann dræpist. Ég er sko búin að vera dugleg að versla hérna. Föt og skór eru ódýrari hérna og svo er gríðarlegt úrval af öllu (samt engir Incredible bolir fáanlegir!). Ekki skemmdi fyrir að ég var að versla nánast frítt (fer eftir hugsunarhætti) því á föstudaginn uppgötvaði ég að summan á bandaríska reikningnum mínum (sem ég stofnaði seinasta sumar) hafði aukist um 515 dollara. Bandarísku skattayfirvöldin hafa greinilega samþykkt skattaskýrsluna mína sem ég sendi inn fyrir mánuði. Mér finnst ég alveg ofsalega fullorðin að hafa fyllt í bandaríska skattaskýrslu. Frímerkin á það umslag fóru ekki í súginn. Ég held þó að ég falli ekki inn í hóp vinnandi fólks í bandaríkjunum sem fær fær gefins 600 dollara frá yfirvöldum á næstunni til að reyna að bæta fjárhagsstöðu landsins. Fékk þennan link frá Örnu áðan þar sem bent er á að bannað sé að stríða rauðhærðum vegna háralitarins. Ég ætla bara að vara ykkur öll við að ef einhver ykkar mun stríða Önnu Eir útaf háralitnum þá er sko mér að mæta!! sunnudagur, maí 11, 2008
Ég mæti snemma á labbið hérna í Philly, vakna milli 5:30 og 6 og fer heim milli 18 og 19. Alvöru vinnutími. Ég er því alveg sæmilega þreytt þegar ég kem á hótelið og hef þ.a.l. ekki opnað Neurochemistry bókina sem ég dröslaði yfir hafið, en ég þarf að fara í stórt próf úr henni síðar á árinu. Ég var því örlítið fegin að vita að strákarnir sem ég er að hjálpa á labinu ætluðu ekki að vera í vinnunni um helgina. Ég mælti mér því mót við Kristínu Ingvars (var með Auði á ári í Háskóla Íslands fyrir mörgum, mörgum árum :)) og Angel manninn hennar. Angel byrjaði á því að gera handa okkur steiksamloku og svo keyrðum við til Atlantic City. Angel fór svo með okkur inn á Ceasars spilavítið (þið hafið örugglega oft séð það í bíómyndum) og leyfði mér að kasta teningunum fyrir sig. Shit hvað þetta var óhemju stórt spilavíti, þetta lítur ekki einu sinni svona stórt út í sjónvarpinu. Fyrst hélt ég að það væru svona margir speglar út um allt en svo áttaði ég mig á því að þetta voru í raun margar raðir af spilaborðum og spilakössum, alveg ótrúlegt. Og auðvitað var allt pakkað af fólki. Afar athyglisvert. Við Kristín skildum svo við Angel og fórum að versla. Ég held að ég sé að komast að verslunarmarkinu, ég nenni alls ekki að versla meira en það er fleira á listanum mínum, svo ég held að ég muni versla smá á morgun en svo ekki meir. Í nótt vaknaði ég kl. 3:30 til að hringja heim í stelpurnar mínar og mömmu og pabba. Allir voru komnir út að leika sér í sandkassanum og voru dregnir inn til að tala við mig. Önnu Eir var meira að segja mútað með lakkrís en samt entist hún ekki nema örfáar sekúndur. That’s all for today, folks. fimmtudagur, maí 08, 2008
Ég vaknaði í nótt kl. 2 til að hringja í stelpurnar mínar á Skype áður en þær færu í skólann. Þá var klukkan 8 hjá þeim. Þetta var algjörlega þess virði. Skrýtið hvað mér finnst Anna Eir vera orðin stór þegar ég sé hana á Skype eða tala við hana í síma og það eru bara 6 dagar síðan ég sá hana heima í Stokkhólmi. Ohh, enn einu sinni verð ég fyrir barðinu á gleymskunni í mér. Ég veit að ég er oft búin að lýsa klósettunum hérna í háskólanum í Philadelphia fyrir ykkur, ég hugsaði ekki út í það áður en ég ákvað að vera hérna í 2 vikur. Ég hef engan áhuga á að heyra aðra konu pissa, kúka eða prumpa á básnum við hliðina, og minni áhuga á að þær heyri mig gera það sama. Ég held að bandaríkamenn ættu að breyta stjórnarskárpartinum sínum með almenna byssuleyfið í almennan klósettfrið, ég er viss um að þá ríkti mun meiri friður í bandaríkjunum. Kannski er þeirra vandamál að það er stöðugt ristilsafurð sem þrýstir á þá á innanverðu og ég veit sjálf hversu upptjúnaður maður getur þá orðið. Það væsir ekki um stelpurnar mínar meðan ég er í burtu, þær skemmta sér vel saman tvær og á morgun fá þær heimsókn; mamma verður hjá þeim fram á mánudag og pabbi fram á fimmtudag. Við fengum tvær heimsóknir um daginn. Mummi var hjá okkur í 5 sólskinsdaga. Við fórum í eina siglingu um skerjafjörðinn, hann og Auður fóru einu sinni út að skemmta sér en annars hengum við bara heima og spjölluðum. Anna Eir var þvílíkt hrifin af Mumma, vakti hann á morgnana og kom með fullt af dóti úr herberginu sínu yfir til hans til að sína honum. Anna Eir komst fljótt að því að Mummi er rosalega góður að lita í litabækur og lét hún hann lita marga morgna. Daginn sem Mummi fór komu afi Maggi, amma Heiðrún og langamma Hrefna síðan í 5 daga heimsókn til Önnu Eirar og okkar. Þar sem skerjafjörðurinn í Stokkhólmi er afskaplega fallegur þá tókum við þau öll í sömu siglingu og Mumma. Anna Eir var voðalega hrifin af ömmum sínum og afa en afi fékk samt ekki að halda á henni úti, þessi börn. Stay tuned, kem með fleiri fréttir úr Philly. þriðjudagur, maí 06, 2008
Ó mæ god, hvað sumt fólk getur verið upptekið af sjálfu sér. Þið haldið auðvitað að ég ætli að segja ykkur sögu af einhverjum undarlegum Ameríkana, sem væri ekkert svo far out þar sem þeir eru bráðskondnir. Nei, ég á við sjálfa mig. Ég keypti mér nefnilega sólgleraugu á sunnudaginn. Ég hef verið með leyndan sólgleraugnafedisma í svona 20 ár, keypti mér einstaka sinnum sólgleraugu þegar ég var yngri en hafði svo vit á því að hætta því þar sem ég nennti aldrei að vera með þau því ég þurfti ekkert á þeim að halda. Ég veit ekki hvort að sólin sé orðin sterkari eða að augun í mér sú næmari með aldrinum, allavega þarf ég orðið að píra augun í sólskininu og nýt þess því ekki eins mikið að vera úti. Ég keypti mér því sólgleraugu sem mér finnst ég svo ofboðslega kúl með að ég á erfitt með gang. Ég þarf nefnilega að skoða mína eigin spegilmynd í öllu; speglum, bílrúðum, búðargluggum, just name it. Ég hringdi í Aujuna mína og Önnu Eir áðan. Auður var öllu duglegri við að halda uppi samræðum. Anna Eir svaraði samt mjög samviskulega spurningunum mínum og bætti örlitlu við sjálf. Það er svo gaman að tala við hana orðið í síma því hún svarar manni, stundum kinkar hún bara kolli :) Svo er yndislegt að hlusta á hana syngja í bakgrunninum, það hljómar eins og lítil strumpa- eða gismorödd, alveg sætast í heimi. Já, og Byddí og Nonni eignuðust voðalega fallega stelpu 23. apríl og heitir hún Heiðrún Lóa. Ég setti link á Heiðrúnu Lóu hérna til vinstri. Innilega til hamingju með snúlluna. mánudagur, maí 05, 2008
“She´s just a middle-class, suburbian housewife. Who does she think she is?”, heyrði ég flugfreyjurnar segja þegar ég steig inn í lyftuna á hótelinu í gær. Fyrir þau ykkar sem grunuðu að flugfreyjur gætu átt það til að vera örlítið snobbaðar, þá er sá grunur staðfestur hér með. Já, ég er sem sagt aftur í Philadelphia. Dvölin er heldur styttri í þetta sinn, bara 2 vikur og án stelpnanna minna. Ég sakna þeirra auðvitað ofsalega mikið, en þetta er eiginlega of gott tækifæri fyrir mig til að sleppa því. Ég fékk tækifæri til að koma hingað til sama prófessors (Jim Eberwine´s) og prófa nokkrar molecular biology aðferðir, bara svona venjulegar aðferðir á frumulabbi en algjörlega nýjar fyrir mér. Jim er hins vegar þeim eiginleikum gæddur að vera með ótrúlegan sannfæringarkraft og gríðarlega margar sniðugar hugmyndir. Hann nær því að fá peninga úr hinum og þessum sjóðum til að prófa sínar gölnu hugmyndir og hann er oft með aðgang að einstökum tækjum. Hann keypti um daginn t.d. confocal microscopy sem er ein þriggja sinnar tegundar í heiminum og kostaði litla 750 000 dollara :) Efnin sem hann notar eru líka oft rándýr og mun betri en á mörgum öðrum löbbum, sem geftur oft mun betri niðurstöður. Ég er með eldgamla fartölvu frá prófessornum mínum og neyddist ég til að kaupa kort í hana áðan til að geta notað þráðlausa netið hérna á hótelinu. Þetta er allt annað líf, sit bara hérna í rúminu og sörfa, í staðinn fyrir að þurfa að sitja niðri í lobbíi. Ég verslaði frá mér allt vit í gær. Ég hefði reyndar verslað aðeins lengur ef ég hefði átt einhvern pening inni á kortinu mínu. Ég neyðist því til að fara síðar og klára verslunarferðina. Ég held að ég muni ekki stíga inn í verslun síðan næstu 2 mánuði. Maður fær hins vegar hálfgert kast í búðunum hérna, margt er svo mun ódýrara að það er ekki hægt að sleppa því. Meira update síðar. fimmtudagur, apríl 10, 2008
Af því tilefni að Mats herbergisfélagi minn var að útskrifast og flytja til Eistlands þá gaf hann mér ananasplöntuna sína sem hann hafði ræktað sjálfur. Ég fór nú eitthvað að nefna hversu mikill plöntuböðull ég væri, ræktunarmetið mitt væri tæp 2 ár. Ég hefði t.d. átt tvær orkidíur sem hefðu verið alveg ljómandi fallegar þegar við fengum þær en svo hefðu blöðin fallið af og þær blómstruðu ekki meir; önnur drapst eftir nokkra mánuði en við hentum hinni síðar því við nenntum ekki að eiga ljótan stöngul fyrir blóm. Auðvitað vissi Mats allt um orkidíur, hann ætti sjálfur eina sem orkudíuvinur hans (feitur Eisti á fimmtugsaldri og efnafræðingur) hefði gefið honum. Mats gaf mér því ráð um hvernig ætti nú að vökva þær og gefa næringu og hversu mikið ljós og hita þær þyrftu. Yang, hinn herbergisfélagi minn, á líka orkidíu og fór einnig að tjá sig heilmikið um þetta. Það kom upp úr dúrnum að þeir áttu meira að segja sitt hvora tegundina, sei, sei. Eftir svona 10 mínútna orkidíuumræður af hálfu strákanna lét ég mig hverfa hljóðlega út úr herberginu, og heyrði enn óm þeirra berast eftir ganginum. Við Auður fórum í úrskriftarpartýið hans Mats á föstudaginn. Það var mjög skemmtilegt og entumst við Auður alveg til miðnættis. Ég hélt að sjálfsögðu smá tölu og gaf Mats ljósmyndabók frá Íslandi. Mats hefur mikinn áhuga á náttúruljósmyndum svo ég er að vona að bókin ýti á hann að koma í heimsókn til okkar þegar við verðum fluttar á klakann. Anna Eir átti ekki síðra kvöld. Hún var í pössun hjá Addí vini sínum, sem býr í íbúðinni við hliðina á okkur. Að sjálfsögðu fór hún seint að sofa og fékk að gera það sem hún vildi. Hún var alveg til fyrirmyndar og grét ekkert. Við Auður fengum meira að segja að sofa út, alveg til kl. 8 (vanalega vaknar Anna Eir kl. 7 um helgar). Nýjar myndir úr apríl laugardagur, mars 29, 2008
Mér leist nú ekki á páskamatinn sem Aujan mín var búin að steikja handa okkur seinasta sunnudag. Auður hafði náð í pönnu með loki á úr skápnum og skellt henni beint á heita helluna. Þegar hún ætlaði svo að setja grænmetið út á tók hún eftir því að þar var steikt silfurskotta fyrir. Gildrurnar sem við fengum fyrir tæpum 2 mánuðum virðast sem sagt ekki gera sérstaklega mikið gagn. Við fórum með Önnu Eir í bíó fyrir tveimur vikum. Hún hafði nefnilega farið með mömmu og pabba í bíó um jólin og sat stjörf allan tímann. Við bjuggumst því við að hún hefði álíka ef ekki betri þolinmæði núna. Nei, við þurftum að yfirgefa salinn eftir 1 klst og vorum við Auður þá báðar orðnar töluvert spenntar yfir myndinni. Við Auður erum á leið saman í útskriftarveislu næsta föstudag. Herbergisfélagi minn til 5 ára, Eistinn Mats Hansen, á að verja doktorsritgerðina sína. Um leið og ég er afar ánægð fyrir hans hönd að vera að klára og snúa aftur til Eistlands og ekki síst að losna frá prófessornum okkar (sem getur verið alveg einstaklega leiðinlegur) þá veit ég að það verður ekki alveg eins gaman í vinnunni. Ég verð alls ekki ein í herberginu, ég er með tvo aðra herbergisfélaga en þeir koma ekki í staðinn fyrir Mats. Herbergið okkar er mest alþjóðlega herbergið á stofnununni með einn Eista, einn Kínverja, einn Íslending og einn Svía (eða tvo ef ég tel mig með). Ég er búin að ákveða að nágrannar okkar muni passa Önnu Eir á meðan, ég á bara eftir að spyrja þá. Seinustu helgi skruppum við í Mörby centrum og urðum fyrir því óláni að gleyma koppnum hennar Önnu Eirar fyrir utan matvörubúðina. Að sjálfsögðu hringdi ég þangað til að spyrjast fyrir um koppinn en hann fannst ekki. Við sögðum Önnu Eir að við hefðum gleymt koppnum í búðinni og yrði hún því að pissa og kúka í klósettið framvegis. Hún kinkaði bara kolli og hefur ekkert mótmælt. Ingimundur er búinn að kippa öllu varðandi myndasíðuna okkar í lið, svo núna getið þið skoðað myndir frá janúar, febrúar og mars: Janúar Febrúar Mars þriðjudagur, mars 25, 2008
Ja, vid erum hraedilega latar ad blogga, tho er emelia mun skarri en eg. Paskarnir hja okkur voru afar rolegir, vid gerdum barasta ekki neitt. I svithjod er skirdagur ekki fridagur nema svona naestum thvi og anna eir var halfan daginn i leikskolanum. Lola vinnufelagi minn kom og heimsotti okkur eftir hadegid Önnu Eir til mikillar gledi, thaer eru nefnilega svona bleikir blunduböddis med sjuklegan skoahuga. Anna Eir faer ekki mikid svoleidis fra okkur. Vid hofum horft mikid a Dyrin i halsaskogi um paskana, Anna Eir fekk leiksyninguna sem var sett upp i thjodleikhusinu 2004 a DVD i afmaelisgjof og finnst thad aedi. Mömmur hennar eru afar hrifnar lika og thegar Anna litla bidur um ad fa ad horfa a pingu (maggi mörgaes) eda bubba byggir reyna thaer ad sannfaera hana um ad halsaskogur se miklu skemmtilegri. Annars er veturinn loksins kominn hingad til stokkholms. Sviarnir voru i bolvudum vandraedum thvi i februar hafdi stodlunum fyrir vetur ekki verid nad (7 dagar i rod undir frostmarki eda eitthvad svoleidis)og thvi var i raun enntha haust. Their voru daudhraeddir um ad that kaemi ekkert sumar i ar thvi ef thad er enn ekki kominn vetur, kemur ekkert vor og ef ekkert vor kemur tha er heldur ekkert sumar. Sem betur fer toku vedurgudirnir starf sitt loksins alvarlega og thad hefur verid snjor og kuldi alla paskana, og thvi er formlega kominn vetur. Vorid getur tvi farid ad lata sja sig. sunnudagur, mars 23, 2008
Kæru lesendur, þ.e. þeir fáu sem enn líta inn á síðuna okkar! Við komumst að svo stöddu ekki inn á myndasíðuna okkar og verðum því að bíða aðeins með að sýna ykkur allar æðislegu myndirnar af okkur. Anna Eir hélt upp á afmælið sitt 1. mars og komu fjölmargir í veisluna, m.a. amma Anna og langamma Auður. Það var rosa stuð og góðar kökur en Auður bakaði Barbapabbaköku og ég kleinur sem Anna Eir gat borðað. Anna Eir fékk að vanda ofsalega fínar gjafir. Anna amma og Auður langamma voru hjá okkur í 6 daga og fórum við með þær á glænýjar slóðir. Leigðum bíl og keyrðum til Norrtälje í rigningu. Það á víst að vera mjög fallegt þar en það naut sín ekki beint fyrir súldinni. Sáum minnstu kirkju í Svíþjóð, einungis fáeinir fermetrar, á stærð við svefnherbergið okkar. Drógum þær líka í Kista Gallerian, stærstu Kringlu Svíþjóðar (sem við vorum að koma í í fyrsta skiptið), og svo létum við þær redda sér sjálfar heim með Önnu Eir því við fórum að kaupa nýtt rúm handa henni sem að sjálfsögðu tekur 6 vikur að fá í hús. Sigmar Örn, frændi minn, og Didda eignuðust rosa sæta stelpur fyrir viku. Það er linkur á þau í dálknum til vinstri. Já, og gleðilega páska! miðvikudagur, febrúar 27, 2008
Okkur var að berast bréf þess efnis að við værum orðnar sænskir ríkisborgarar, frá og með 6. febrúar 2008. Ég býst við að við verðum núna að hætta að tala svona illa um okkur Svía :) sunnudagur, febrúar 24, 2008
Auður og Anna Eir voru meira og minna veikar heima í janúar en allir eru frískir þessa stundina. Við fórum í afmæli hjá Arnari Smára seinustu helgi, hann varð þriggja ára Við keyptum okkur nýja tölvu í vikunni, Inspiron 530 frá Dell, og fáum hana eftir 2 vikur. Það verður þvílíkur munur að vera með flatan skjá. Ókosturinn verður þó að við munum ekki geta falið eins mikið drasl bak við skjáinn. Núverandi tölvuna okkar keyptum við fyrir 5 og hálfu ári. Hún var langt yfir meðallagi þá og er enn þokkalega góð. Við erum hins vegar orðnar svo góðar með okkur að hraði þessarar tölvu er fyrir neðan okkar virðingu. Í vikunni hjálpaði Anna Eir mér að elda. Fékk að setja pipar á steik hjá mér og átti svo að setja lokið á piparinn. Ég var auðvitað önnum kafin með þrjá potta á eldavélinni og var ekkert að fylgjast með henni. Allt í einu kom hún til mín með opinn munninn og benti upp í hann. Ég sá þá að hún var með fullt af svörtum kornum í munninum og fattaði að hún hefði fengið sér aðeins að smakka á piparnum. Það tók ábyggilega 10 mínútur þar til hún hætti að kvarta yfir því að það væri "lunt" (vont) í munninum :) Hún hefur vonandi lært eitthvað af þessu. miðvikudagur, janúar 23, 2008
Á mánudaginn hringdi ég í fyrirtæki sem sérhæfir sig í að útrýma skordýrum og sendu þeir mér tvær litlar pappakassagildrur með agni (lítil pilla sem lyktaði soldið af lakkrís). Mér fannst nú ekki beint merkilegt að að fá bara gildrur, vildi náttúrulega helst að hingað kæmi maður í geimfarabúningi og leitaði uppi hvert einasta kvikindi en það gerir maður víst ekki þegar um eins meinlaus dýr eins og silfurskottur er að ræða. Gildrurnar setti ég inn í skáp og þar fá þær að vera í 2 mánuði. Nú mun ég setja allt aftur inn í skápinn en verð samt áfram á varðbergi. Ég er að blogga því ég er heima í dag. Anna Eir var með ræpu í gær, nótt og í morgun. Litla skinnið. Þessi leikskóli er greinilega algjört pestabæli og ekki hæfandi svona prinsessum eins og henni. Auður mun vera á ráðstefnu í Dubrovnik í Króatíu 29. maí til 4. júní og ætlum við Anna Eir að fara með henni. Ég varð bara að segja ykkur frá þessu því ég er orðin svo spennt að fara. Við höfum aldrei komið til Króatíu en af myndunum að dæma þá er afskaplega fallegt þarna og svo er þægilega hlýtt á þessum tíma. sunnudagur, janúar 20, 2008
Það varð ekkert úr badmintontímanum okkar Auðar í gær. Anna Eir byrjaði nefnilega að æla um kl. 19 á föstudeginum og hætti ekki fyrr en kl. 2:30 um nóttina. Það var samt eins og ekkert hefði í skorist í gærmorgun, hún söng og dansaði við útvarpsvekjaraklukkuna okkar. En þar sem hún hafði ekki mikla matarlyst og hafði nú verið ælandi þá afpöntuðum við pössunina. Á fimmtudaginn varð ég fyrir frekar ónotalegri lífsreynslu. Ég var að ná í steikarfatið inn í skáp og varð vör við hreyfingu í fatinu. Í fatinu voru þrjár risastórar pöddur. Ég hef aldrei séð annan eins. Búkurinn var um 2 cm, fálmararnir tveir um 2 cm og svo skottin þrjú um 2 cm. Ég lýg þessu ekki, þetta voru stærðarinnar flykki. Þar sem það var ekki von á Auði heim strax og ég þurfti að nota fatið þá ákvað ég nú að fara yfir til nágrannans og fá hann til að segja mér hvers konar kvikindi þetta væru, just in case ef þetta væru skaðræðisdýr. Þó nágranninn væri Svíi þá kannaðist hann ekki við dýrin. Sem betur fer bauðst hann til að drepa flykkin fyrir mig, sem ég þáði því mér finnst svona ferlega ógeðslegt. Auður skammast sín hrikalega fyrir að ég hafi þurft að banka upp á hjá nágrönnunum til að láta drepa pöddur hjá okkur og það liggur við að Auður varni mér nú útgöngu í hvert sinn sem ég fer fram á gang :) Ég fann síðan mynd af dýrunum á netinu og eru þetta silfurskottur. Ég hef nú séð silfurskottur áður en þær hafa verið örlitlar og ljósgráar, ekkert ógeðslegar. Þessar voru hins vegar svona. föstudagur, janúar 18, 2008
Jæja þá erum við allar að hressast. Önnu Eir tókst nefninlega að smita mömmurnar sínar sem eru búnar að vera hóstandi og með horið rennandi alla vikuna. Anna Eir fór aftur á leikskólann á þriðjudaginn og er búin að vera svolítið treg að fara þangað og lítil í sér. Hún hefur ekki verið með bleyju á leikskólanum núna og hefur verið rosa dugleg að pissa í koppinn þar, ekkert slys enn. Á morgun í hádeginu ætlar Marja að passa Önnu Eir og mömmurnar ætla í badminton, algjör lúxus. Marja er vinnufélagi Emelíu og alveg óð í að passa Önnu. sunnudagur, janúar 13, 2008
Anna Eir er að hressast og fer í leikskólann á mánudaginn. Við fórum því út að versla í gær m.a. Bubbi Byggir dót en Anna Eir átti inni jólagjöf. Við keyptum okkur líka nýjan shoppingvagn (gömlukonuinnkaupapoki á hjólum) því okkar gamla var stolið í afar undarlegu innbroti. Fyrir jól var nefninlega brotist inn í geymsluna okkar. Hún er ásamt geymslum annarra íbúa húsanna hér í kring í stórri blokk hér nálægt. Geymslurnar eru gerðar úr hænsnaneti sem er neglt á trégrind, sumsé ekki mjög rammgerðar. Þegar við ætluðum að sækja ferðatöskurnar okkar út í geymslu fyrir íslandsferðina okkar um jólin var búið að klippa á keðjuna og brjóta lásinn sem við notuðum til að læsa henni. Þarna inni vorum við með 4 rándýrar samsonite ferðatöskur, nánast ónotaðan og skítdýran barnabílstól, gamla en góða skíðaklossa og ýmislegt annað verðmætt. Þjófarnir litu hins vegar ekki við þessu dóti en stálu í staðin glerskermi af gömlum IKEA standlampa + perustæði, litlum málmskermi af lesljóshluta sama lampa og útjöskuðum, ískrandi, gömlum og ljótum shoppingvagni. Afar undarleg hegðun. Þar að auki voru þeir greinilega með klippur til að klippa á þykku keðjuna okkar en notuðu sér ekki auma hænsnanetið. Mjög skrýtið að hafa fyrir því að klippa sundur keðju og lás og stela síðan því alla verðlausasta í geymslunni. Ég hef áður lent í innbroti en þá var brotist inn hjá mér og mínum fyrrverandi þegar ég var í háskóla íslands, og hvolft úr ýmsum ílátum en ekkert tekið nema nokkrir geisladiskar, bjór og playboyblöð. Líka afar undarlegt. Þeir sem brjótast inn hjá stúdentum eru kannski ekkert svo klárir. laugardagur, janúar 12, 2008
fimmtudagur, janúar 10, 2008
Jibbí, ég get bloggað heima! Þessi frábæra ferðatölva sem ég fékk í afmælisgjöf er bara betri en heimilistölvan okkar, að minnsta kosti fæ ég að blogga á henni. Við erum semsagt komnar heim eftir yndislega ferð til íslands. Við gerðum þetta venjulega, átum og átum og átum, heimsóttum fólk og höfðum það æðislega gott. Takk allir fyrr að taka svona vel á móti okkur eins og alltaf. Aumingja Anna Eir náði sér í kvef á íslandi og hún hefur enn ekki farið á leikskólann sinn. Við höfum verið tvær heima og slappað af. Við erum búnar að taka upp úr öllum töskunum og skoða fínu jólagjafirnar okkar. Flugið gekk vel þó Anna hafi verið veik því hún svaf mestallan tímann. Töskurnar voru 80kg, nákvæmlega eins og við máttum taka með okkur og samt var ein taska eftir á íslandi! Til að koma öllu þessu dóti á flugvöllinn þurfti tvo bíla. Sem betur fer var Þorvarður á leiðinni til london og við gátum nýtt hann og sluppum við að taka rútuna. Þorvarður gat síðan fylgt okkur að hliðinu. Við tókum síðan leigubíl frá Arlanda flugvellinum hér, vorum svo heppnar að ná einum sem var með barnabílstól og var risastór svo við komum öllu dótinu fyrir. Ætla að reyna að setja inn einhverjar myndir seinna í dag. þriðjudagur, desember 11, 2007
Þá er það desemberfærslan. Við ætlum að kaupa okkur tölvu í janúar svo við getum bloggað heima, það gengur ekki að geta ekki sagt ykkur frá því sem gerist hjá okkur. Heitustu fréttirnar eru þær að Aujan mín stóðst munnlega lífefnaprófið sitt í morgun, að sjálfsögðu. Hún er búin að vera að læra fyrir það í 4 vikur enda er þetta ábyggilega stærsta próf sem hún hefur nokkurn tímann tekið og stóð það yfir í 3 tíma. Við ætlum því að fara í bíó í kvöld á "The golden compass" og erum búnar að fá Maarja til að passa Önnu Eir. Anna Eir er hætt að gráta þegar við skiljum hana eftir á leikskólanumhætti, hætti fyrir 2 vikum. Hún er orðin soldið dugleg að tala sænsku og enn duglegri að tala íslensku, koma stöðugt ný orð hjá henni og erum við alltaf jafn hissa. Buxnaslys eru nánast útdauð og förum við meira að segja með koppinn í bæinn til að pissa í á almenningsklósettum. Á laugardagsmorgun komu nágrannastrákarnir, Oskar og Alton, til okkar og bjuggu til piparkökur. Og á sunnudeginum fórum við Anna Eir í bæinn að versla og skruppum stutt að föndra hjá Íslendingafélaginu. Ætla alltaf að setja inn áætlun jólanna okkar hérna inn. Get allavega sagt ykkur að við Anna Eir komum næsta sunnudag, 16. des.. Mamma og pabbi munu sækja okkur á flugvöllinn og fara með okkur upp í Vorsabæ en þar ætlum við Anna Eir að gista tvær nætur. Svo förum við á Selfoss 18. des og gistum eina nótt á Grænó og förum til Reykjavíkur miðvikudaginn 19. des til að hitta Aujuna okkar sem kemur þann dag frá Stokkhólmi. Við munum gista hjá Magga og Heiðrúnu 19. des til ca. 29. des, svo verðum við hjá mömmu og pabba til ca. 5. jan og restina hjá Önnu Kristínu og Þorvarði en við förum til Svíþjóðar 8. jan.. mánudagur, nóvember 19, 2007
thetta skrifadi emelia duglega a föstudaginn: Sæl öll sömul. Ég skil vel að fólk hafi áhyggjur af okkur en allt er í lagi. Bloggleysið er ekki vegna þess að eitthvað hefur komið upp á hjá okkur fyrir utan það að Explorer 7 hætti allt í einu að virka heima hjá okkur og erum við því með Explorer 6 núna sem neitar að leyfa okkur að blogga. Þetta er sem sagt allt saman Microsoft að kenna að við höfum ekki bloggaði í mánuð því við erum löngu hættar að blogga í vinnunni. Ég veit að þessi afsökun er hrikalega léleg en kannski kaupa hana einhverjir. Hvað hefur nú gerst seinasta mánuð. Jú, við Anna Eir vorum einar heima í tvær og hálfa viku meðan Auður var á kúrsinum í Bandaríkjunum. Það gékk ótrúlega vel hjá okkur, elduðum góðan mat næstum daglega og borðuðum mikinn fisk. Mamma og pabbi voru hjá okkur í fjóra daga, pössuðu Önnu Eir einn dag meðan ég var í vinnunni og gékk allt glymrandi vel. Það létti aðeins á einverunni að vera með gesti. Annars hringdumst við Auður mikið á og var símreikningurinn eftir því. Anna Eir fékk augnsýkingu í seinustu viku og var Auður heima með hana í 3 daga. Svo fékk hún hita á miðvikudaginn, líklega vegna þess að hún var bólusett í seinustu viku, og var Auður heima í gær og ég í dag. Það er soldið meira umstang að eiga barn en mig hefði grunað en ef engin veikindi eru í gangi þá er þetta lífið tiltölulega einfalt. Anna Eir grætur enn á hverjum morgni þegar við förum með hana á leikskólann og yfirleitt þegar við náum í hana :) Hún er farin að tala mikið og soltla sænsku: “här borta” (hérna), “där borta” (þarna), “titta” (sjá eða sjáðu), og svo syngur hún oft “Anna är här, pingu är här, mamma är här” og bætir við hinum og þessum inn í lagið eftir þörfum. Thad eru komnar nyjar myndir a myndahornid mánudagur, október 15, 2007
Þegar við komum heim til Stokkhólms frá Íslandi byrjaði Auður að vinna en ég var heima í sumarfríi með Önnu Eir því hún var í aðlögun í leikskólanum. Það tók Önnu Eir langan tíma að aðlagast og varð hún algjörlega trítilóð þegar ég skildi hana eftir fyrstu skiptin. Núna byrjar hún oft að mótmæla þegar hún fattar að við erum að fara á leikskólann og fer að hágráta þegar við erum komnar á staðinn en þegar við erum farnar þá gengur voða vel segja kennararnir. Anna Eir hætti að nota bleiju á nóttunni fyrir rúmum tveimur vikum. Bleijan hafði verið þurr í heila viku á undan og ákváðum við þá bara að hætta þessu, hún er aldrei með bleiju heima og pissa og kúkar bara í koppinn sinn sem henni finnst voðalegt sport enda er henni hrósað í hástert. Núna pissar hún áður en hún fer að sofa og þegar hún vaknar, ekkert mál (yfirleitt allavega, það hafa komið fyrir slys). Meira að segja kallaði hún á Auði um daginn og sagðist þurfa að pissa, um miðja nótt!!!! Og hún á orðið litlar sætar nærbuxur, rosa stór stelpa. Þórir kom í heimsókn til okkar 21. sept og var fram á 24. á þrítugsafmælisdaginn sinn. Á daginn sýndum við honum soldið Stokkhólm því þetta var fyrsta skiptið sem hann var í Svíþjóð og á kvöldi spiluðum við Sequence. Mér fannst nú eins og Þórir og Auður ynnu saman gegn mér, eyðulögðu bæði mínar raðir en ekki hjá hvoru öðru. Takk kærlega fyrir komuna Þórir. Anna tengdó kom í heimsókn til okkar 28. sept til að passa Önnu Eir á laugardeginum því við Auður vorum boðnar í brúðkaup hjá Sue-Li og Tobbe vinnufélögum Auðar. Anna Eir og amma hennar dunduðu sér á laugardeginum og spurði Anna Eir aldrei um okkur, algjörlega sátt við að vera í pössun hjá ömmu. Við fórum aðeins í bæinn í búðarráp á sunnudeginum enda Anna Kristín alveg ný manneskja eftir fótsnyrtinguna sem ég veitti henni. Nú vil ég segja ykkur sögu af einstaklega bíræfnum gesti. Mín yndislega tengdamóðir hafði gleymt tannburstanum sínum á Íslandi og ætlaði að kaupa sér nýjan en ég bauð henni að fá svokallað gestatannbursta. Við reynum að eiga auka tannbursta ef ske kynni að gestina okkar vantaði, þetta er ávallt nýr tannbursti og ekki sá sami sem við bjóðum öðrum gestum :) Hún samþykkti þetta og gékk allt vel þar til hún fór heim. Þá tók ég eftir því að minn tannbursti var horfinn en gestatannburstinn var eftir. Þar sem við áttum ekki fleiri auka tannbursta neyddist ég auðvitað til að nota gestatannburstann sem tengdamóður minni hafði verið gefinn og áttaði ég mig strax á því að þar hafði verið illilega leikið á mig því þessi tannbursti var alls ekki eins góður og minn. Það liðu nokkrir dagar áður en ég heyrði næst í tengdamóður minni og nefndi ég þá tannburstasvikin. Hún hafði þá ekkert tekið eftir því að hún hefði tekið rangan tannbursta og taldi sig hafa tannburstað sig með þeim stolna heima hjá okkur líka! Núna eigum við bara góða gestatannbursta svo sagan endurtaki sig ekki :) Við fórum til Uppsala á laugardaginn og við fórum líka seinustu helgi. Í bæði skiptin leigðum við okkur bíl og Aujan mín keyrði eins og herforingi. Seinustu helgi átti Sólveig Birta eins árs afmæli og á laugardaginn héldu Karvel og Arna upp á þrítugsafmælin sín. Í gærmorgun gerðist afar sorglegur atburður, Aujan mín yfirgaf okkur og kemur ekki fyrr en eftir 2,5 viku aftur. Auður fór á kristalstrúktúrkúrs í Cold Spring Harbor rétt hjá New York. Anna Eir kvaddi mömmu sína eins og að hún væri að skreppa út, fattar auðvitað ekki að hún sér ekki mömmu í marga, marga daga. En við getum kannski spjallað saman á Skype ef Auður kemst í nettengingu með nýja laptoppinn sinn. þriðjudagur, október 09, 2007
Við biðjumst velvirðingar á því að hafa ekki skrifað í langan tíma. Ég veit það er engin afsökun, en við höfum verið alveg andlausar í skrifum en samt alveg á fullu að koma lífinu í rétt horf eftir Ameríkuferðina. Íslandsferðin var yndisleg. Ég var nú bara í 8 daga en stelpurnar í 3 vikur. Ég var búin að óska mér rigningu og skítaveðurs á Íslandi eftir að hafa verið í steikjandi hita í Ameríku í 3 mánuði, og ósk mín var uppfyllt. Það rigndi hvern einasta dag sem ég var á landinu og mest allan tímann sem stelpurnar voru! Samt kýs ég íslenskt veður fram yfir amerískt. Að vanda vörðum við tímanum í að heimsækja ættingja og vini. Skruppum tvisvar austur og náðum að heimsækja allar ömmur og afa og fleiri. Við þökkum kærlega fyrir allar veitingar og yndislegheit. Ég borðaði vanalega pylsur í morgunmat og reyndi að grípa í annan skyndibita á öðrum tímum. Ísland og Ameríka eiga það samaeiginlegt þó að þar er sko góður skyndibiti og margir möguleikar í boði, annað en í Svíþjóð. Því verður maður að gípa tækifærið þegar það gefst. Auður hélt síðan upp á þrítugs afmælið sitt laugardaginn 8. sept heima hjá mömmu sinni og Þorvarði. Það var ofsalega vel heppnuð veisla, mjög vel mætt úr báðum okkar fjölskyldum og allir vinir sem voru á landinu komu. Við hertókum húsið fram á kvöld og fórum síðan mörg saman niður í bæ og kíktum á tvo staði en við Auður höfum nú ekki verið úti í Reykjavík í mörg ár. Þetta var heljarinnar skemmtun og var Auður afskaplega ánægð með daginn, svo ánægð að hún hélt aftur upp á afmælið sitt vikuna eftir (á afmælisdaginn sinn, 15. sept) í Stokkhólmi fyrir Íslendingakjarnann okkar og stelpur úr vinnunni. Auður og Anna Eir brölluðu fullt á Íslandi áður en ég kom. Þær voru m.a. í sumarbústaðnum hjá tengdó (Heiðrúnu og Magga) en Maggi var að stíflu sem á að framleiða rafmagn fyrir sumarbústaðinn þeirra. Þær fóru líka á ættarmót á Mýrunum hjá fjölskyldu Auðar ömmu hennar Auðar. Anna Eir fékk vanalega að ganga laus í bakgarðinum hjá mömmu og pabba á Álfhólsvegi og tína sér jarðaber, rifsber og rífa upp gulrætur. Þetta hefur verið hið mesta ævintýri fyrir hana því hún tínir öll ber af trjánum hérna fyrir utan hjá okkur. Við höfum ekki hugmynd um hvaða ber þetta eru og bönnum henni því að borða þau en hún tínir og tínir þrátt fyrir það. 9. sept fórum við svo í skírnarveislu. Dóttir Kötu og Ara var skírð Ásta Kristín eftir ömmum sínum. Ásta eftir mömmu hans Ara og Kristín eftir Önnu Kristínu mömmu Kötu. Við setjum inn myndir bráðlega. mánudagur, september 17, 2007
miðvikudagur, ágúst 29, 2007
sunnudagur, ágúst 26, 2007
Heyrði loksins aðeins í Aujunni minni í dag. Prófessorinn hennar ætlar að borga hinn helminginn af námskeiðinu í New York og flugmiðann, svo allt er klárt og klappað. Ég skemmti mér áðan við að horfa á viðtölin sem tekin voru við ættingja okkar og vini fyrir brúðkaupið okkar. Er ekki nærri búin með allt því ég er að horfa á óklippta efnið. Þetta er afar skemmtilegt og hlýnar mér um hjartarætur að heyra allan lofsönginn um mig/okkur, þetta er algjört egóbúst. Elska ykkur öll. laugardagur, ágúst 25, 2007
Þá er ég búin að selja stofuborðið okkar fyrir 30 dollara og rúmið + eldhúsborð og 4 stóla á 280 dollara. Svo sannarlega betra en ekki neitt. Ég stóð reyndar í smá púli við að taka rúmið í sundur, bera það upp með fólkinu (það býr í sama húsi) og setja það saman aftur, en ég hafði svo sem ekkert annað að gera og þetta var helvíti gott tímakaup. Það ætlar einn að koma í fyrramálið og kíkja á sófann okkar. Þá er nú bara svona smotterí eftir og auðvitað allt barnadótið, sem enginn virðist þurfa. Og núna sef ég bara á vindsænginni okkar, að vísu soldið heppnari en Auður og Anna Eir þegar þær komu hingað því vindsængin er full af lofti :) Aujan mín er svo klár að hún komst inn í einhvern rosalegann kristalstrúktúrskúrs (þetta er afar undarlegt orð!) í Cold Spring Harbor Laboratory í New York 15. – 30. október. Já, við Anna Eir verðum þá bara tvær saman í rúmar tvær vikur. Ég vorkenni samt meira Aujunni minni að vera aleinni í Ameríku. Þessi kúrs er rándýr en Auður var búin að fá styrk fyrir helmingi gjaldsins og er gisting og matur innifalinn. Ég held að hún sé að reyna að véla hinn helminginn út úr prófessornum sínum. Sem betur fer ætla mamma og pabbi að vera í heimsókn hjá okkur Önnu Eir 18. – 21. október. Þau voru meira að segja búin að ákveða það áður en ég sagði þeim að við yrðum aleinar heima. Öllum öðrum er að sjálfsögðu velkomið að koma í heimsókn þegar Auður er í burtu (og þegar Auður er heima) en við Anna Eir munum samt alveg bjarga okkur; hún verður í leikskólanum á daginn og ég í vinnunni og svo reynum við að gera eitthvað skemmtilegt saman þess á milli. fimmtudagur, ágúst 23, 2007
Það hefur sína kosti að hafa klósettin svona eins og þau eru hérna í Bandaríkjunum; bása með hurð sem hylur nægilega mikið. Ég hef tekið eftir því nokkrum sinnum að konurnar spjalla við þá sem er í næsta bás og þá á ég ekki við svona kurteisishjal eins og Bandaríkjamenn eru heimsmeistarar í, heldur koma þær kjaftandi inn á klósettin, finna sér bás kjaftandi, setjast kjaftandi og pissa kjaftandi. Þannig geta þær kjaftað allan daginn án þess að verða fyrir truflun. Þvílíkur kostur. Ég fékk vírus í vinnutölvuna mína í gær. Hann lýsti sér þannig að þegar kveikt var á tölvunni birtist viðvörun þar sem sagði að ég hefði 15 mínútur þar til það slökknaði á tölvunni og svo birtist niðurteljari. Ég hélt nú að þetta væri bara eitthvað grín og reyndi að loka þessu án árangurs og 15 mínútum síðar slökknaði á tölvunni. Það sama kom fyrir einn sem vinnur með mér í seinustu viku. Þetta er hið dularfyllsta mál. Ólíklegt er að okkur hafi borist þetta í tölvupósti því ég fæ engin e-mail sem hann fær. Allavega, tölvan fór í viðgerð í gær og ég fæ hana seinnipartinn eða á morgun. Þegar ég kom heim í gær sá ég frekar stóran kakkalakka á elhúsveggnum. Ég þurfti nú að hleypa aðeins kjarki í mig til að drepa þetta kvikindi, ekki af því að ég hafði áhyggjur af því að hann myndi hafa yfirhöndina, heldur af því að mér finnst ferlega ógeðslegt að finna eitthvert kvikindi kremjast undir puttunum á mér, þó ég sé með pappír. Ég ræðst ekki til atlögu fyrr en ég er nánast 100% viss um að kvikindið hafi engann möguleika á að komast úr gildrunni minni og skríða á handleggnum á mér. Í morgun fjarlægði ég svo álíka stóran kakkalakka af gólfinu í vinnunni. Sá hafði verið þar í 3 daga án þess að neinn veitti því sérstaka athygli nema þá helst ég. Í hvert skipti sem ég gékk fram hjá honum krossbrá mér en alltaf var hann jafn dauður. Mér leiðist ofsalega mikið að vera ein í Ameríku. Ég fer því snemma í vinnuna og kem seint heim. Reyndar eyði ég öllum tímanum í að vinna, ekki slæpast, hef nóg að gera. Það hefur rignt seinustu 4 daga hérna og það er alveg peysuveður úti. Ég þurfti meira að segja að sofa í fötum í nótt, mér var svo kalt. Það var ausandi rigning þegar ég fór í vinnuna í gær og fattaði ég ekki fyrr en ég kom í vinnuna að nýja 4 GB USB minnið mitt og gsm síminn minn voru í buxnavasanum mínum, rennblaut en virka samt bæði jafn vel og áður. Ég hengdi upp auglýsingu í blokkinni og okkar og setti inn auglýsingu á netið í gær, er að reyna að selja öll húsgögnin sem við keyptum á sínum tíma. Ég fékk strax svör á netinu og sá í morgun að nokkrir höfðu rifið af símanúmerið mitt hérna í blokkinni. Ég var því stórhissa að enginn hefði hringt í mig í allan dag, svo fattaði ég að ég hafði skrifað rangt símanúmer!!! Ég hengdi því upp nýja auglýsingu áðan, í lit og allt. |